#23. Álit lögfræðings SP-Fjármögnunar hf.

Lögfræðingur SP staðfesti í símtali við mig í dag, (26. maí kl 10:25) að fólk myndi ekki fyrirgera rétti sínum til hagstæðari niðurstöðu ef Hæstiréttur dæmir gengistryggingu lána ólögmæta. Hans álit var, að ef að Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu ólögmæta væri lánið þar með óverðtryggt og yrði endurreiknað. Þá myndu vextir taka mið af óverðtryggðum vöxtum á lánstímanum og þar með fengist niðurstaða sem væri nálægt þeirri leið sem SP er að kynna í dag. Ég hef ekki reiknað dæmið né séð slíkan útreikning þessu til staðfestingar.

Ég vek athygli fólks á því, að ef Hæstiréttur úrskurðar gengistrygginguna ólögmæta en segir ekkert til um vextina annað en það sem kemur fram í samningi aðila, á stór hluti lántakenda líklega inneign hjá SP. Mitt álit er það, að allar upphæðir sem greiddar hafi verið umfram greiðsluáætlun beri eftir atvikum að greiða út, eða reikna inn á höfuðstól, með dráttarvöxtum eins og þeir voru á hverjum tíma. T.d. sá sem hefur greitt 400.000 kr. meira en greiðsluáætlun sagði til um, síðan haustið 2007, ætti þar með kröfu á SP að upphæð ca. 1,5 millj. kr með áföllnum dráttarvöxtum.

Ég held að fólk ætti bara bíða rólegt eftir niðurstöðu Hæstaréttar í stað þess að ganga til samninga núna korter í dómsúrskurð.


mbl.is SP ríður á vaðið með lækkun lána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband