#26. Af hverju var þetta þá svona erfitt?

Hún er merkilegt tík þessi pólitík, jafnvel þó menn séu ekki í flokki. Nú segir Gylfi Magnússon að afleiðingar dómsins séu áfall fyrir fjármálafyrirtækin, jafnt bankanna sem fjármögnunarfyrirtækin. Engu að síður segir hann að þetta sé innan þolmarka. Það eru 3 tímar frá dómsuppkvaðningu þegar þetta er ritað og hann veit þetta nú þegar. Af hverju er þá búið að vera svona erfitt að gera þessa leiðréttingu ef hún er innan þolmarka núna?!!!!! Hvað eru margir búnir að fara í gjaldþrot vegna þessarar stöðu, einstaklingar sem fyrirtæki?!! Ríkisstjórnin núverandi, sem fyrrverandi, er búinn að valda íslensku samfélagi ómældum skaða með aðgerðaleysi og sinnuleysi sínu um árabil. Svei þessu liði!
mbl.is Áhrif dómsins að mestu til góðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Erlingur Alfreð. Já pólitík stórhættuleg tík sem bítur alla illa!

Bjargráða-sjóð  nú þegar, fyrir þá sem nú þegar hafa tapað réttindum og fjölskyldu-meðlimum í þessu banka-ræningja-stríði?

Skaði margra er skeður, og verður að leiðrétta þann skaða! Hvað með þá sem eru búnir að semja um þessi svikalán?

Það er eins gott að þeir fái líka leiðréttingu!

Það virðist ekki vera þessum kúnstarinnar reikni-spekingum ljóst að stærsta tapið er að sjálfsögðu splundraðar fjölskyldur með ófyrirsjáanlegum og þjáningar-fullum afleiðingum og kostnaði, langt inn í tilfinninga-líf fólks og framtíðar-reikninga heilbrigðis og trygginga-velferðarkerfið? Ef búin er til minnimáttar-manneskja með kerfis-ofbeldi, er það dýrt á allan hátt fyrir alla að lokum!

Sumir sjá og skilja einungis tölur á pappír og peninga-gróða, án fjölskyldu-hamingju-heill? Mikil er fátækt sumra þeirra skilningslausu og hálærðu að skilja ekki hver eru raunverulegu verðmætin í þessu láns-lífi á þessari láns-jarðarkringlu, sem allir eiga jafnan rétt á að nýta?

Græðgin er skammsýn og grimm skepna sem tortímir öllu sem gott er ef hún fær ekki aðhald og réttláta gagnrýni! Þetta er mín skoðun. M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.6.2010 kl. 19:56

2 Smámynd: Sigurður Hlynur Snæbjörnsson

Ef þetta er allt innan þolmarka er þetta líka í góðu lagi og gott að heyra að Gylfi er sæmilega sáttur.

ég óttast að þetta lendi á ríkinu áður en yfir líkur.

Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, 16.6.2010 kl. 23:05

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég er ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar í þessu máli. Mig grunar hins vegar að þetta sé bara byrjunin á nýju skeiði til leiðréttingar kúgunar sem hefur viðgengist hér á Íslandi.

Það hafa viðgengist hér á landi alveg ótrúlegar bókhaldsbrellur og blekkingar - allt til þess að viðhalda ímynduðum lífsgæðum hjá kóngum innan samfélagsins - á kostnað venjulegs fjölskyldufólks sem vill eiga bara látlaust þak yfir höfuðið og venjulegan fólksbíl. Verðtryggð lán í íslenskum krónum er enn ein blekking varðandi yfirfærslu verðmæta, sem og lán með breytilegum vöxtum.

Annars held ég að þessi dómur muni rýra verulega eigið fé bankanna gagnvart eigin lánadrottnum. Því tel ég að það fari af stað atburðarás sem kalli á algjöra endurskoðun á bankakerfinu.

Sumarliði Einar Daðason, 17.6.2010 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband