#28. Afnemum verðtrygginguna!

Gleymum því ekki að margir sem tóku gengistryggð bílalán eru líka með verðtryggð húsnæðislán og hafa vel fundið fyrir hækkun þeirra líka. Grundvallaratriðið varðandi gengistryggðu lánin er þetta: Lánastofnanir veittu ólögleg lán með óréttmætum skilmála, gengistryggingu, án athugasemda Fjármálaeftirlitsins. Tilskipun Evrópuráðsins 93/13/EBE, sem Ísland er bundið af í gegnum EES-samninginn, segir að "það er á ábyrgð aðildarríkjanna að tryggja að í samningum sem gerðir eru við neytendur séu ekki óréttmætir skilmálar." Svo var ekki gert.

Hvað verðtrygginguna varðar þá er hún heimil samkvæmt gildandi lögum. Margsinnis hefur verið flutt frumvarp á Alþingi um afnám hennar. Ef þingheimur hefði tekið á þessu vandamáli fyrir allnokkrum árum stæðum við ekki í þessum sporum í dag. Háttvirtum þingmanni Einari K. Guðfinnssyni væri nær að taka þátt í að afnema hið séríslenska fyrirbæri verðtrygginguna, hækju lélegrar hagstjórnar, þ.m.t. hagstjórnar Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is „Hvað með fólkið með verðtrygginguna?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband