#35. Afskriftir SP-Fjármögnunar hf.

Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forstjóri Askar Capital, segist í viðtali við Pressuna telja að fólk sem greitt hafi of mikið af lánum sínum í Avant fái sáralítið upp í kröfur sínar þar sem ríkið eigi nú forgangskröfu í þrotabú Avant.  Hann segir einnig í viðtalinu að afskriftir sem Nýi Landsbankinn hafi fengið af bílalánum hafi verið leiddar inn í SP fjármögnun.  Ég minnist þess ekki að hafa heyrt forsvarsmenn SP-Fjármögnunar hf. eða Nýja Landsbankans halda þessu á lofti.  Þess síður hefur SP-Fjármögnun hf. tilkynnt viðskiptamönnum sínum að fyrirtækið hafi fengið svona fjárhagsaðstoð og geti því látið hana ganga áfram til þeirra.  Tryggvi segir heldur ekki hvenær eða með hvaða hætti þessar afskriftir voru leiddar inn í SP.

 

Ég hef því sent Tryggva fyrirspurn um hvaðan hann hafi þessar upplýsingar, hvenær þessi gjörningur hafi farið fram og hversu miklar afskriftirnar hafi verið.  Ég bind vonir við að Tryggvi svari þessari litlu fyrirspurn fljótt og örugglega enda ekki flókin að umfangi.

Fréttina á Pressunni má nálgast hér.


mbl.is Skuldabréf Aska tryggð með ábyrgð ríkissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Góður!

Guðmundur Ásgeirsson, 15.7.2010 kl. 02:54

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Látum þá heyra það gefumst aldrei upp!

Sigurður Haraldsson, 15.7.2010 kl. 09:43

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Áfram með smjörið.!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 15.7.2010 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband