#48. Hvíldartími þyrluáhafnar

Þetta verður örugglega ekki eina dæmið þar sem þyrluaðstoðar er óskað en ekki er hægt að sinna henni vegna áhafnaskorts. Það er grafalvarlegt að Landhelgisgæslan sé í þeirri stöðu að geta ekki sinnt útkalli rétt suðvestur af Keflavíkurflugvelli vegna þess að vaktartími áhafnarinnar er búinn. Flugtími að skipinu Aþenu og til baka til Reykjavíkur er sennilega tæpur klukkutími með hífingu sjúklings í þyrluna. Það er ekki boðlegt að þjóðin og gestir hennar þurfi að lifa við svona lélega björgunarþjónustu! Nú veit ég ekki hvað áhöfnin var búin að gera um daginn en hugsanlega má spyrja hvort það sé nauðsynlegt að flugmenn á ríkisreknum björgunarþyrlum þurfi að hlýða flugvaktartímareglum hönnuðum fyrir flugrekendur á samkeppnismarkaði. Hafa þarf þó flugöryggi í huga þegar þetta er rætt en mér finnst vel koma til álita að gefa Landhelgisgæslunni undanþágu frá slíkum reglum enda sé það gert í ljósi almannahagsmuna. Það er einfaldlega ekki boðlegt að mikið veikt eða slasað fólk þurfi að vera í lífshættu vegna áhafnaskorts björgunaraðila. Við höfum þyrlurekendur í landinu sem hugsanlega geta sinnt einhverjum verkefnum sem þyrlur Landhelgisgæslunnar eru annars að sinna s.s. sjúkraflutningum sem ekki krefjast hífingarvinnu og ýmsum smærri verkefnum fyrir opinberar stofnanir. Þær þyrlur eru mun ódýrari á hvern flugtíma en stóru þyrlur Landhelgisgæslunnar.

Því miður er útlit fyrir að mannslíf þurfi að glatast áður en bragarbót verður gerð á hag Landhelgisgæslunnar. Ég vona að svo verði þó ekki.


mbl.is Sóttu tvo menn út á sjó í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband