#55. Hvað með dótturfélagið, SP-Fjármögnun hf.?

Nú þegar bankastjóri og bankaráð Landsbankans hefur sagt öllum framkvæmdastjórum sínum upp störfum, til að sækja sér nýtt og óskorað umboð til áframhaldandi starfa, er eðlilegt að beina sjónum að dótturfélögum Landsbankans, sem sum voru rekin í þrot.  Eitt þeirra er SP-Fjármögnun hf.

Að því ég best veit er stjórnarformaður SP-Fjármögnunar hf. þegar þetta er ritað er fullltrúi Landsbankans Anna Bjarney Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Landsbankans.  Ennfremur situr í stjórn SP-Fjármögnunar hf. Jón Þorsteinn Oddleifsson, framkvæmdastóri Fjármálasviðs.  Þetta ágæta fólk þarf nú að sækja sér nýtt umboð til áframhaldandi starfa innan Landsbankans.

En hvað með  dótturfélögin?  Er ekki eðlilegt að spyrja hvort sama eigi ekki að gilda um dótturfélag Landsbankans, SP-Fjármögnun hf.?  Ætti framkvæmdastjóri þess ekki einnig að þurfa sækja sér nýtt og óskorað umboð? Frá stofnun SP-Fjármögnunar hf. árið 1995, hefur setið við stýrið Kjartan Georg Gunnarsson.  Hann hefur á síðustu árum fengið greiddan ágóðahlut af ávinningi félagsins af starfseminni, starfsemi sem hefur að stórum hluta til verið dæmd ólögleg af Hæstarétti.  Er eðlilegt að hann þurfi ekki að sækja sér nýtt umboð eftir að hafa rekið SP-Fjármögnun hf. í þrot með ólöglegri lánastarfsemi eins og dæmi sanna?  Fyrirtæki og einstaklingar hafa verið dregnir fyrir dómstóla og keyrðir í þrot á röngum forsendum.  Fyrirtækið hefur framkvæmt ólöglegar vörslusviptingar, á bifreiðum og vinnuvélum, iðulega í samningi nefndir leigumunir af SP-Fjármögnun, vegna meintra vanskila á ólöglegum lánum vegna slíkra kaupa eða leigu.  Þessar aðfarir hafa yfirleitt verið framkvæmdir án atbeina sýslumanns.  Slíkar vörslusviptingar án dóms og laga eru ólöglegar að mati talsmanns neytenda.  Er ekki eðlilegt að framkvæmdastjórinn verði látinn axla ábyrgð af svona rekstri?

Mér er sagt að framkvæmdastjórinn hafi verið duglegur að bjóða í lax eftir hrun, eins og ekkert hrun hafi orðið.  Ef þetta reynist rétt hvaða leikaraskapur er þarna á ferðinni í fyrirtæki í eigu almennings, í gegnum Landsbankann hinn nýja, sem tapaði 30 milljörðum árið 2008???  Hverjir hafa farið í laxveiðiferðir í boði SP-Fjármögnunar hf. eftir hrun? Og til hvers?  Fyrirtækið var ógjaldfært í árslok 2008 eins og kemur fram í ársreikningi þess fyrir það ár.

Treystir bankastjóri og bankaráð Landsbankans framkvæmdastjóranum Kjartani Georg Gunnarssyni til að stýra dótturfélagi sínu, SP-Fjármögnun hf., áfram óskorað í umboði bankans?


mbl.is Landsbankinn auglýsir eftir framkvæmdastjórum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband