#56. Original copies.....

Gæði falsaðra merkjavara eru æði misjöfn og þess vegna er það ekki alltaf neytendum í hag að kaupa slíka vöru.  Rétt er það að verðið er lægra en gæðin eru ekki endilega þau sömu, sérstaklega ef um einhverskonar tækjavöru er að ræða.  Líftíminn getur verið vikur eða nokkrir mánuðir hið mesta.

Það er ekki að ástæðulausu að myndin með fréttinni er af úri.  Úr, sólgleraugu og handtöskur eru sennilega algengasta merkjavaran sem fólk kaupir af götusölum eftir mikið prútt.  Íþróttafatnaður er líka ofarlega á blaði.  Á götumörkuðum í Asíu og Mið-Austurlöndum er krökkt af slíkum götusölum.  „Watches, watches, you want watches?  Rolex, Bleitling, Cartier, Tag Hauar, Omega" eru boðin með sérkennilegum enskum framburði.  Boðin eru endalaus og þegar spurt er hvort þetta sé „original" er svarið iðulega:  „Yes, yes, original copy!"  Eigi þeir ekki vöruna sem spurt er um hlaupa þeir til vinar síns handan við hornið og fá hana hjá honum.

Viðhorf skýrsluhöfundanna er samt athyglisvert þar sem hún er fjármögnuð af Evrópusambandinu.  Það er án vafa rétt að þeir sem kaupa eftirlíkingar munu sennilega ekki kaupa merkjavöruna, nema í algjörum undantekningartilvikum.  Og óneitanlega er slík vara mun ódýrari en merkjavaran.  En munum við sjá búðir í Evrópu selja eftirlíkingar óáreittar við hliðina á merkjavörubúðum?  Og hvernig munu slíkar búðir standa að þjónustu við slíka vöru, sérstaklega ef einhverskonar gangverk er hluti af eiginleikum vörunnar?

Á endanum skal samt hafa í huga að þú færð það sem þú borgar fyrir.


mbl.is Í lagi að kaupa eftirlíkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband