#65. Hver verður árleg hlutfallstala kostnaðar nú?

Lánveitanda er skylt að upplýsa lántaka um lántökukostnað við samningsgerð.  Slíkt er gert með árlegri hlutfallstölu kostnaðar.  Hver verður árleg hlutfallstala kostnaðar þegar lánin hafa verið endurreiknuð eftir hinni nýju vaxtauppskrift Hæstaréttar?  Lög um neytendalán segja í 14. gr.:

"Nú eru vextir eða annar lántökukostnaður ekki tilgreindir í lánssamningi og er lánveitanda þá eigi heimilt að krefja neytanda um greiðslu þeirra. Að öðru leyti fer um vexti af neytendalánum samkvæmt ákvæðum vaxtalaga.

Lánveitanda er eigi heimilt að krefjast greiðslu frekari lántökukostnaðar en tilgreindur er í samningi skv. 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. Sé árleg hlutfallstala kostnaðar, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 6. gr., of lágt reiknuð er lánveitanda eigi heimilt að krefjast heildarlántökukostnaðar sem gæfi hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar
.
"

Mega lánafyrirtækin yfirhöfuð þiggja þessa vexti og innheimta lánin eftir þeim?  Verður ekki árleg hlutfallstala kostnaðar hærri en kveður á í samningi aðila? Hvernig tekur eftirlitsstofnun ESA á svona ákvæði?  Er hér glufan sem Talsmaður neytenda talaði um að þyrfti að finna til að vísa málinu til EFTA dómstólsins?


mbl.is Vextir geta orðið þungur baggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Norðanmaður

Ég held að hagsmunasamtök heimilana ættu að hjálpa einhverjum einstaklingum að áfrýja þessum dómi til EFTA dómstólsins.

Norðanmaður, 17.9.2010 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband