#72. Ólögmætir vaxtaútreikningar á vangreiðslum bílalána.

Í Morgunblaðinu í dag er grein eftir Sturlu Jónsson endurskoðanda hjá Nordik Finance.  Hann tekur þar fyrir endurútreikninga fjármálafyrirtækjanna eftir dóm Hæstaréttar í september.  Þórdís Sigurþórsdóttir birtir greinina á bloggsíðu sinni með leyfi höfundar.  Sturla veltir upp þeirri spurningu hvort kröfuhafi megi reikna vexti á reiknaðar vangreiðslur við endurútreikninga.

Að mínu mati bannar 7.gr vaxtalaga afdráttarlaust að reikna skuli dráttarvexti af vangreiðslum, en þar segir skýrt:

"Ef atvik sem varða kröfuhafa og skuldara verður ekki um kennt valda því að greiðsla fer ekki fram skal ekki reikna dráttarvexti þann tíma sem greiðsludráttur verður af þessum sökum. Sama á við ef greiðsla fer ekki fram vegna þess að skuldari neytir vanefndaúrræða gagnvart kröfuhafa eða heldur af öðrum lögmætum ástæðum eftir greiðslu eða hluta hennar." 

Reiknaðar "vangreiðslur" eru til komnar vegna ólögmætra athafna lánveitanda, eða kröfuhafa, á lánstímanum.  Samningarnir voru ólögmætir sbr. dóm Hæstaréttar í máli 92/2010 frá 16. júní.  Hér er því sem sagt um að ræða atvik sem varða kröfuhafa og skuldara verður ekki um kennt.   Að rukka vexti á vangreiðslur er því einfaldlega ólöglegt sbr. 1.mgr. 7 gr. að ofan.

Fjármögnunarfyrirtækin eru nú að hefja innheimtu þessara lána að nýju.  Sum hafa þegar sent út gögn vegna skilmálabreytinga, t.a.m. Íslandsbanki Fjármögnun.  Í endurgerðum samningsskilmálum þessara „kaupleigusamninga", er lántaki enn kallaður leigutaki og kröfuhafi, Íslandsbanki Fjármögnun, nefndur leigusali.   Hæstiréttur úrskurðaði slíka kaupleigusamninga í reynd lánasamninga sem kröfuhafi hafi kosið að færa í búning leigusamnings.  Hér á því með réttu að nefna samningsaðila lántaka og lánveitanda og samninginn lánssamning eða neytendalán.

Ég hvet fólk að fara varlega í að skrifa gagnrýnislaust upp á þessa samninga án fyrirvara og krefja kröfuhafa um skýringar á því hvaðan heimildir fyrir þessum vaxtaútreikningum eru fengnar.


mbl.is Lýsing hefur lokið fyrsta hluta endurútreiknings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Mér synist einmitt enginn Leigusali vera skráður, þ.e. ekki nema fyrir ofan undirskrift, ekki í aðaltexta samningsins, heldur Seljandi en síðan er engin Kaupandi. Leigutaki er nefndur en engkin Leigusali, þetta stemmir ekki. Hinsvegar er talað um leigusala í smáa letrinu sem er hver skv. samningnum?

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 29.10.2010 kl. 12:26

2 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Síðan er ýmist talað um leigugreiðlsur eða afborganir (lána). Þeir ráða ekkert við bullið í sjáfum sér!

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 29.10.2010 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband