#79. Lögmaðurinn ætlaði að henda mér út!

29. október sl. sendi ég SP-Fjármögnun hf. bréf hvar ég óskaði þeirra rökstuðnings um lagaheimildir vegna endurútreikninga bílasamnings míns við fyrirtækið. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og loforð ráðins lögmanns fyrirtækisins, Reynis Loga Ólafssonar, hefur ekkert svar borist. Ég lagði því leið mína í Sigtúnið í gær 28. desember til að leita upplýsinga um stöðu fyrirspurnarinnar. Eftir að hafa bankað á dyr lögmannsins var mér boðið inn og til sætis. Inntur skýringa á þessum drætti hófst venjulegt væl lögmannsins um vinnuálag, síðan fjarveru vegna veikinda og meiðsla og að lokum viðurkenndi hann að ekkert væri búið að gera í málinu annað en að biðja um upplýsingar frá bakvinnslu fyrirtækisins. Hann var þó ófáanlegur til að athuga hvers vegna upplýsingarnar höfðu ekki borist honum né athuga stöðu þeirra. Ég tjáði honum að ég væri í fríi þann daginn og gæti setið til lokunar opnunartíma ef því væri að skipta á meðan hann inni í mínu erindi. Til að gera langa sögu stutta sagðist lögmaðurinn ekki hafa tíma til að sinna mér og mínu erindi þann daginn og sagði mér að fara út af skrifstofu sinni. Þegar ég neitaði og sagðist ekki fara út sjálfviljugur hótaði hann að henda mér út sjálfur enda væri hann fullfær um það. Þegar ég sagði honum það velkomið hótaði hann að hringja á lögregluna. Lögmaður SP var sem sagt tilbúinn að láta henda viðskiptamanni út sem var í lögmætum erindagjörðum á skrifstofu hans vegna viðskiptasambands.

Aðspurður neitaði hann að hafa verið að bíða eftir gildistöku lagafrumvarps um gengistryggð lán til að geta svarað fyrirspurninni. Engu að síður vísaði hann í lögin og sagði þau svara sumum atriðum fyrirspurnarinnar!

Eftir enn eitt loforð lögmannsins um svar vegna minnar fyrirspurnar fyrir 31. desember 2010 yfirgaf ég skrifstofur SP. Við sjáum hvort að staðið verður við nýjasta loforðið.

Mér þykir þessi afstaða lögmannsins miður, því fram til þessa hef ég átt málefnaleg samskipti við hann og talið hann mann að meiri. En nú hefur hann fengið þau vopn í hendurnar sem hann þurfti til að halda áfram að kúga viðskiptamenn SP-fjármögnunar hf.


mbl.is Lög um gengisbundin lán taka gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fróðleg saga af lítilmennum þessara fjármálafursta og þeirra agenta.

Næst mætirðu auðvitað fyrsta virkan dag í nýj árinu og krefst svara og leiðréttinga á þínum málum og þú mætir ekki einn. Hafðu með þér hóp af vinum þínum sem sitja bara í biðsalnum og riðjast inn á skrifstofu þessa hugleysingja þegar þú ert þar.

Spurðu hann síðan hvort hann ætli að leiðrétta þín mál eða ekki.

Vertu líka búinn að hringja í nokkra blaðmenn sem ábyggilega eru fúsir að koma dulbúnir til leiks sem sem viðskiptamenn.

Það þarf endilga að fletta ofan af þessumvesölu vesalingum í þeirra eigin greni !  Það er mjög mikilvægt að gera það einmitt þar og helst í beinni útsendingu !

Gangi þér vel að eiga við þetta vesæla auðvald !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 20:18

2 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Gleðilegt nýtt ár Erlingur, ertu búinn að fá svar?

kv.þórdís

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 3.1.2011 kl. 17:26

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Svar barst 31. des eins og lögmaðurinn lofaði en ég hef ekki gefið mér tíma til að fara gaumgæfilega yfir það þegar þetta er ritað. Sest yfir þetta núna í vikunni og set inn færslu.

Erlingur Alfreð Jónsson, 4.1.2011 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband