#83. Ég sætti mig ekki við þessi málalok....

Ég hef sveiflast reglulega til í Icesave-málinu, borgum/borgum ekki.  En nú er ég orðinn þeirrar skoðunar að við eigum ekki að borga, þar að auki að við getum ekki borgað, og þjóðin eigi að fá að eiga síðasta orðið um Icesave III.  Þessi skoðun mín styrkist ennþá meira í dag eftir umræðu í Silfri Egils að líklega myndu Bretar og Hollendingar  ekki fara dómstólaleiðina ef samningnum yrði hafnað.  Hver er þá áhættan?  Tryggvi Þór Herbertsson hélt því fram að lífskjör hér yrðu „eitthvað lakari" en á öðrum Norðurlöndunum, og hagvöxtur yrði eitthvað lakar en þar.  Þetta hefur þegar gerst og tengist Icesave ekkert sérstaklega.  Þetta gerðist við hrunið 2008!

Ef einkabanki getur ríkisvætt skuldirnar sínar getur almenningur það líka með því að hætta að borga af sínum lánum.  Fleiri og fleiri munu ákveða að fara þá leið því það verður engin önnur leið fær skuldugum heimilum.  Almenningur á ekki að vera hamstur á hlaupahjóli skuldavélar sem það stofnaði ekki til.

Ólafur Margeirsson skrifar á vef Pressunnar í dag að Íslendingar myndu gera heiminum greiða með því að fara með Icesave fyrir dómstóla.  Hann segir að „alþjóðlegur þrýstingur á endurskipulag alþjóðlega fjármálaregluverksins og -kerfisins, með beina vísan í hvers konar laga- og siðferðislega blindgötu það [innskot: Icesave málið] væri komið í ef Íslendingar ættu einir að borga þennan reikning, myndi aukast stórum."

Ég held að Ólafur hafi rétt fyrir sér.

Einnig vil ég vekja athygli á stórgóðri grein Guðmundar Ásgeirssonar á bloggi sínu um óraunhæfa 7% ávöxtunarkröfu Bankasýslu ríkisins á þá eignarhluti í fjármálafyrirtækjum sem hún fer með fyrir hönd ríkisins, sem aftur tengist útreikningum Excel reiknimeistara á greiðslugetu Íslendinga vegna Icesave.  Þar hafa menn reiknað sig í niðurstöðu sem er stjórnvöldum að skapi í stað þess að horfast í augu við raunveruleikann. 

Almenningur verður að taka málin í sínar hendur og hætta að greiða af lánum ef Icesave klyfjarnar verða samþykktar af forseta Íslands.


mbl.is „Sætti mig við þessi málalok“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Að sjálfsögðu er þessi gjörspillti óskapnaður sem kallar sig Sjálfstæðisflokkin, fyrir löngu dauður. Jarðaförin hefur hinsvegar ekki farið fram og líkið rotnar bara á meðan.

Guðmundur Pétursson, 6.2.2011 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband