101. Við getum losað gjaldeyrishöftin án Icesave-samþykktar!

Ég endurbirti hér efnislega hluta úr færslu minni frá 29. mars sl.

Aflandskrónur bundnar í íslenskum eignum eru sagðar 465 milljarðar.

Með því að nota andvirði erlendra eigna lífeyrissjóðanna, 473 milljarða, er hægt að kaupa upp aflandskrónurnar óþreyjufullu og hleypa þeim úr landi.  Þar með eru skuldabréf, jöklabréf, reiðufé og hvað þessar eignir nefnast nú allar, að upphæð 465 milljarðar komnar í eigu innlendra aðila, lífeyrissjóðanna, og þeir eiga samt 8 milljarða afgangs.  Þessar eignir yrðu svo notaðar til að fjármagna húsnæðislánayfirfærslu upp á 315 milljarða frá bönkunum til lífeyrissjóðanna með litlum eða engum tilkostnaði.

Lífeyrissjóðirnir mundu svo innheimta þessar eignir frá lántakendum á yfirfærsluverði og færa höfuðstóla lánanna niður sem samsvarar bókfærðu virði þeirra, en hanga ekki á kröfuvirðinu eins og hundur á fiskroði, nákvæmlega eins og bankarnir eru að gera í dag.  Þannig fá bankarnir fé til að lána fyrirtækjum og almenningur fær höfuðstól sinn niðurfærðan, og þar með bæði greiðslugetu og greiðsluvilja á ný.  Ríkissjóður eða Seðlabanki þyrftu ekki að afla erlends gjaldeyris til að losa af gjaldeyrishöftin.  Hjólin færu að snúast aftur.

465 - 315=150 milljarðar (+8 milljarðar) eru þá afgangs og við þá er margt hægt að gera!

Látum lífeyrissjóðina koma heim með peningana okkar okkur til gagns!


mbl.is Vill samþykkja Icesave og losna við höft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þú gleymir því að Lífeyrissjóðirnir geta keypt þessi Jöklabréf á genginu 1 Evra= 280 ikr.

Afgangurinn er miklu meiri

Eggert Guðmundsson, 7.4.2011 kl. 15:49

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Takk Eggert. Þetta er hárrétt hjá þér og ég var meðvitaður um þennan "hagnað". Hefði átt að taka það fram í greininni að tölurnar miðuðust við gengi Seðlabankans. Ég leyfi mér hins vegar að efast um að Seðlabankinn mundi leyfa lífeyrissjóðunum að kaupa jöklabréfin á aflandsgenginu til að losa gjaldeyrishöft.

Erlingur Alfreð Jónsson, 7.4.2011 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband