#105. Einelti í bekknum

Við þurfum ekkert að vera hissa þegar de Jager segist ætla sækja peninga skattgreiðenda sinna. Hann á að segja það og það hefðu allir sómakærir fjármálaráðherrar sagt í svona sporum. Það er pólitískt rétt að berjast fyrir sitt þjóðfélag og sína kjósendur.

Nema á Íslandi norrænu velferðarstjórnarinnar. Þar vinna allir, meira segja vinstri flokkarnir, fyrir auðvaldið. Og um fjármagseigendur er slegin skjaldborgin!

Stjórnvöld hvaðanæva úr heiminum vinna eingöngu fyrir fjármagnseigendur. Bretar og Hollendingar ætla nú að vinna saman að ná peningunum af íslensku ríkisstjórninni. Þetta minnir á gamla nýlendutímann þegar þessar þjóðir blóðsugu nýlendur sínar af auðlindum þeirra í eigin þágu. Nema við erum ekki nýlenda! Og ætlum ekki að verða það!

Talið við okkur þegar vitað er hver skuldin er og við skulum sjá til hvort við borgum! En fyrr ekki. Tilskipunin segir að tryggingasjóðurinn eigi að vera fjármagnaður af lánastofnunum sjálfum. Ekki ríkissjóði hvers aðildarríkis!

Það væri fróðlegt að heyra svar de Jager ef hann yrði spurður hvort hollenski innstæðutryggingasjóðurinn stæði undir 100% greiðslum til innstæðueigenda ef 90% hollenskra banka færu í þrot á einni og sömu vikunni! Þar af um 30% þeirra vegna þess að Bretar beittu hryðjuverkalöggjöf sinni á vinaþjóð í stað þess að vinna með stjórnvöldum heimaríkisins til lausnar málinu og komast að hvað væri að gerast! Hverjum myndi hann bjarga?

Og þetta er samfélagið hverrar seðlabanki hefði "bjargað" okkur þegar bankahrunið dundi yfir. Það segir Össur alla vega og blóðlangar að komast í evrópska bekkinn. Með 2 piltum (B&H) sem setja litla gaurinn (Í) í einelti og vilja nú fá skólastjórann (ESB) til að hjálpa sér. Dæmalaust rugl!


mbl.is Niðurstaðan mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Hollendingar beita ALLTAF hótunum fyrst.

Síðan má etv semja seinna ef viðkomandi lætur ekki hóta sér.

Sylwester nokkur, ráðgjafi þessa manns og forvera hanns tók annars einn "Steingrím" í vikunni og sagði og margt satt sem er nú að kosta NL alla samúð.

Óskar Guðmundsson, 12.4.2011 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband