#129. Gengistryggingin lifir enn. Landsbankinn gjaldþrota?

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, ritar sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 7 blaðsíðna bréf dagsett. 19. ágúst sl. vegna umsagnar um kvótafrumvarpið.  Í bréfinu segir að Landsbankinn lýsi yfir miklum áhyggjum af frumvarpinu.  M.a. bendir bankastjórinn á að bann við veðsetningu gangi gegn markmiðum frumvarpsins um hagkvæma nýtingu fiskistofna.  Ég vil benda bankastjóranum á að 4.ml.3.gr. laga um samningsveð bannar nú þegar að aflahlutdeild fiskiskips sé veðsett:

4. Eigi er heimilt að veðsetja réttindi til nýtingar í atvinnurekstri, sem skráð eru opinberri skráningu á tiltekið fjárverðmæti og stjórnvöld úthluta lögum samkvæmt, t.d. aflahlutdeild fiskiskips og greiðslumark bújarðar. Hafi fjárverðmæti það, sem réttindin eru skráð á, verið veðsett er eiganda þess óheimilt að skilja réttindin frá fjárverðmætinu nema með þinglýstu samþykki þeirra sem veðréttindi eiga í viðkomandi fjárverðmæti. [leturbreytingar eru mínar]

Á þessa staðreynd hefur Kristinn Pétursson iðulega bent með færslum á bloggi sínu.  Reyndar virðist bankastjórinn vera fullmeðvitaður um þetta ákvæði þegar bréfið er lesið til enda en kýs engu að síður að virða það að vettugi í umræðunni.

Þá minnir bankastjórinn á að gefið var út stórt skuldabréf til Landsbanka Íslands (hins gamla) sem sé í erlendri mynt og af því eigi að greiða í erlendri mynt.  Þá segir bankastjórinn í bréfinu:  „Meginuppistaða erlendra vaxtatekna Landsbankans kemur frá íslenskum sjávarútvegi......"  Og hvernig er hægt að hafa erlendar vaxtatekjur af lánveitingum á milli innlendra aðila nema með gengistryggingu eða af lánum með erlenda mynt sem höfuðstól?  Mér sýnist bankastjórinn staðfesta þarna að mikill fjöldi lána Landsbankans til íslensks sjávarútvegs sé annað hvort gengistryggður eða „í" erlendri mynt.  Hversu mikill fjöldi þessara lána er ólöglegur?  Sennilega öll. 

Þá má ekki gleyma því að Landsbankinn breytti 35 milljarða. kr. láni til dótturfélagsins SP-Fjármögnunar hf. í 1100 milljóna kr. hlutafé til bjarga SP-Fjármögnun hf. frá gjaldþroti vegna ólöglegra lánaskilmála sinna. 

Ég held að hérna sé staðfest að Landsbankinn sé í raun jafn gjaldþrota og forveri hans.


mbl.is Breytingarnar rýra lífskjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já þeir eru allir gjaldþrota það á bara eftir að segja okkur það á prenti!

Sigurður Haraldsson, 24.8.2011 kl. 21:34

2 identicon

Það er kona í grænni peysu á myndinni sem fylgir þessari frétt. Hú heitir Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir og er hagfræðingur. Hún er fyrrum aðstoðarmanneskja Steingríms J og tók mikinn þátt í að endurreisa stóru bankanna. Þau endurreistu bankanna á röngum áhættugrunni en sá myndi aldrei standast miðað við uppbyggingu Landsbankans. Hjördís vissi líka að gengistengdu lánin væru ólögleg og að það er ekki endurmatsákvæði í áhættugrunni Landsbankans hvorki gamla né nýja og þess vegna ekki hægt að yfirtaka fyrirtæki og breyta skuldum yfir í hlutafé né endurmeta vexti á lán en samt eru fyrirtæki keysð í þrot og fjöldi af fjölskyldum ásamt því að þetta hefur rosaleg áhrif á afkomu sparisjóðanna. Hjördís er í stjórn Landsbankans í dag og er yfirmanneskja eignarstýringar, þar er hún að vinna með ólöglega yfirteknar eignir og óska ég henni velfarnaðar í þessu starfi.

valli (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband