#149. Er þetta raunverulega ástæðan?

Er ekki hér komin raunveruleg ástæða þess að Ameríkuflugi Iceland Express hefur verið hætt? Ég bara spyr.
mbl.is Astraeus komið í slitameðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Já, tékkneska félagið hefur ekki samþykki til flugs til Bandaríkjanna. Airbus 320 drífur ekki til New York nema með um eða undir 130 farþegum og félagið mun ekki hafa leyfi til ETOPS flugs (lengra en klukkustund frá næsta flugvelli).

Svo eru líklega skuldir þarna westanhafs sem hvíla á Astraeus, en í nafni Express svo að áhætta hefur þótt á kyrrsetningu véla.

Hvumpinn, 21.11.2011 kl. 19:25

2 identicon

Alveg pottþétt er það ástæðan, er þetta ekki bara enn einn fjármálaleikurinn hjá Pálma Haralds? Þessi maður ætti að sitja í steininum fyrir allt sem hann hefur gert og við munum borga fyrir í ansi langan tíma ásamt öðrum náttla.

Nei hvorki A320 né 737-300/400 kemst til USA frá Keflavík í beinu flugi með þokkalega marga farþega.

Hið tékkneska CSA að fljúga núna fyrir Express með tékkneskar áhafnir á algjörum lúsarlaunum. Hef nú ferðast með þeim og svosem ekkert slæmt um þá að segja annars nema að vélarnar eru heldur að verða gamlar. Engir Íslendingar þar á meðal flugmanna..

Ég myndi ekki þora að bóka flugmiða með Express langt fram í tímann svo mikið er víst, þegar Pálmi Haralds er annars vegar. En hann á ekkert að baki sér nema brunarústir.

Gunnar (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 21:29

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Og núna á að svíkja þjónustuaðilann sem fékk uppsögn á 6 ára þjónustusamningi sínum eftir hádegi í dag þegar allar vélar voru farnar. Alla jafna er þó 60 daga uppsagnarfrestur á svona þjónustusamningum fyrir flugafgreiðslu. Þá verður forvitnilegt að vita hvernig verður með flugfreyjur félagsins en IE vonast til að fá flugrekstrarleyfi innan nokkura mánaða og að kaupa eigi nýjar þotur. Hvenær verður þessi fjárglæframaður stoppaður?

Erlingur Alfreð Jónsson, 21.11.2011 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband