#153. Staðfesting er komin! - Lánþegar! Leitið réttar ykkar vegna ólögmætra lána!

Þetta er ansi merkileg frétt að mínu mati. 

Fyrrum forsvarsmenn lífeyrissjóðs kærðir vegna ólögmætra lána!  Er þetta forsmekkurinn að því sem koma skal?  Á það fyrir forsvarsmönnum fleiri fjármálafyrirtækja að liggja að svara fyrir lánveitingar til almennings með ólögmætum samningsskilmálum?  Til þess að það geti orðið þurfa fleiri lánþegar að kæra ólögmætar lánveitingar.  Eða eru allir helsáttir og bíða eftir einhverri leiðréttingu frá Alþingi sem aldrei kemur? 

Eru lánþegar sáttir við lög um endurreikning lán með afturvirkum vöxtum? 

Eru lánþegar sáttir við hagnað bankanna m.a. vegna 110% leiðarinnar?

Eða vill almenningur betra þjóðfélag?  Ef svarið er já við síðustu spurningunni, gerið þá eitthvað í því!

Farið til saksóknara og leggið fram kæru á hendur þessu fólki.  Fólkinu sem fékk ofurlaunin, fríðindin, og bónusana fyrir að bera alla ábyrgðina af starfsemi fjármálafyrirtækis, en fékk svo að lokum niðurfellingarnar þegar ekki þurfti að axla ábyrgðina!  Fólkinu sem átti eignarhaldsfélögin og naut aðstöðumunarins á "uppgangsárunum". 

Hættið að tuða hvert í öðru á kaffistofunum, eldhúsunum, í fjölskylduafmælunum yfir því að ekkert sé gert fyrir fólkið, og gerið eitthvað sjálf!  Þó ekki væri nema í ykkar eigin málum!

Kærið framferði stjórnenda fjármálafyrirtækisins sem þið eruð ósátt við. 

Kærið alla forsvarsmenn lánastofnunar, frá þeim degi sem ólögmætur samningur var gerður til þess dags sem honum lýkur, sé honum yfir höfuð lokið, fyrir fjársvik.

Kærið alla forsvarsmenn lánastofnunar, frá þeim tíma sem upphaflega umsömdum heildarlántökukostnaði var náð til þess dags sem uppgjör er gefið út, eða til dagsins í dag standi greiðslur enn yfir, fyrir fjárdrátt. 

Kærið samning með ólögmætum samningsskilmálum, slíkur samningur er fjársvik. 

Kærið innheimtu heildarlántökukostnaðar vegna bílalána sem er hærri en um var samið í upphafi, slík innheimta er fjárdráttur.

Ef ykkur vantar gögn um samninginn farið þá og biðjið viðkomandi fjármálafyrirtæki um afrit af gögnum vegna ykkar samnings eða samninga.  Þeim ber að láta þau af hendi.

Hvað sem þið gerið, ekki gera ekki neitt! 

LÁTIÐ REYNA Á RÉTT YKKAR GAGNVART SVIKUNUM!  

Ríkissaksóknari hefur gefið tóninn.

 


mbl.is Fyrrum forsvarsmenn lífeyrissjóðs ákærðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr! Ég er hættur að skipta við mafíuna og skipti bara við Sparisjóð Suður-Þingeyinga.

Sigurður Haraldsson, 17.12.2011 kl. 10:00

2 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Af hverju kynnið þið ykkur ekki þetta mál áður en blaðrið svona? Stjórn LSK er kærð fyrir að bjarga fjármunum sjóðsfélaga frá gjaldþrota svikamyllubönkum!

Þau færðu lausafé LSK, peninga sem lífeyrisþegar eiga og settu í var hjá ábyrgðaraðila sjóðsins sem er Kópavogsbær þegar bankarnir hrundu. Værir þú sáttur ef sjóðurinn hefði tapað þessum peningum hjá Kaupþing?

Stjórn LSK var ein af fáum sem unnu vinnuna sína og höfðu hagsmuni sjóðfélaga í Lífeyrissjóði Kópavogsbæjar að leiðarljósi. Ég vildi óska þess að minn lífeyrissjóður hefði hagað sér eins.

Þetta mál er hið ótrúlegasta og alveg augljóst að þetta er fyrst og fremst til að koma Gunnari Birgissyni frá í Kópavogsbæ. Skoðaðu málið betur.

Gústaf Gústafsson, 17.12.2011 kl. 14:57

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Gústaf: Ég er ekki að dæma efnistök þessa máls, né hvaða tilgang stjórn sjóðsins hafði að leiðarljósi við þessa lánveitingu. Hafði reyndar ekki hugmynd um það þegar færslan var skrifuð, enda fjallar mín færsla ekki um efni málsins sem slíks, heldur tengi ég hana því að ákært er vegna ólögmætra lánveitinga. Ríkissaksónari telur það refsivert sem framkvæmt var af forsvarsmönnum sjóðsins í þessu máli og efni séu til dómsmáls. Það er einmitt málið. Í öllum fjármálafyrirtækjum var fólk sem bar ábyrgð á starfseminni, markaði stefnuna og tók ákvarðanir til að framfylgja henni.

Ég er að hvetja fólk til að leita réttar síns vegna slíkra samninga, gegn því fólki sem þá ábyrgð bar. Það eru einfaldlega of fáir einstaklingar, eða nánast engir, sem eru gera það. Sem er miður. Allir bíða bara og tuða yfir að ekkert sé gert, en engir sækir rétt sinn og stendur keikur vegna þess að hafa reynt það alla vega.

Ég hef ekkert um það að segja hvort þetta mál tengist einhverri aðför að Gunnari Birgissyni, og er reyndar slétt sama.

Erlingur Alfreð Jónsson, 17.12.2011 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband