#166. Ber enginn ábyrgð á þessu Helgi Hjörvar?

Ítrekað hefur verið gengið of langt í aðgerðum vegna lána með gengistryggingu segir Helgi Hjörvar. En aldrei hefur neinn verið ákærður eða verið látinn sæta ábyrgð á þessum gjörningum sem kostað hafa heimili og fyrirtæki tugi milljarða á sl. árum.

Hvað vill formaður efnahags- og viðskiptanefndar gera við forsvarsmenn þessara fyrirtækja, núverandi sem fyrrverandi, sem bera ábyrgð á gerð þessara ólögmætu samningsskilmála, öllum ólögmætum innheimtuaðgerðum, uppboðum á ólögmætum forsendum svo ekki sé minnst á allar ólögmætu vörslusviptingarnar í skjóli nætur? Eiga þeir ekki að sæta ábyrgð gjörða sinna?


mbl.is Vill að bankarnir skili eignum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hagsmunasamtök heimilanna eru búin að reyna að kæra þetta og stöðva með lögbanni fram og til baka og það hefur á fáum stöðum verið hlustað.

En það er kannski betra seint en aldrei að menn byrji að hysja upp um sig buxurnar. Það er hneyksli að engin skuli beinlínis sitja í steininum fyrir þennan stjórfellda þjófnað sem framinn hefur verið. Og ég er ekkert að ýkja þegar ég segi þjófnaður vegna þess að það er það sem það heitir þegar þú tekur eitthvað ófrjálsri hendi án þess að hafa löglega heimild til þess.

Kominn tími til að tala íslensku á þessu landi.

Þá fyrst mun guð kannski blessa það.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.10.2012 kl. 19:51

2 Smámynd: Þorvaldur Svansson

Takk fyrir Gudmundur Àsgeirsson,meira svona,meira meira meira..............................................................................

Þorvaldur Svansson, 26.10.2012 kl. 20:12

3 Smámynd: Hjalti Tómasson

Það er ljóst að fyrr en einhverjir verða látnir bera ábyrgð á þessum ólöglegu gjörningum verður ekki um frið að ræða í þessu samfélagi. Megnið af hönnuðum og höfundum þessa óþverraerenn í háum stöðum innan fjármálakerfisins enda er greinilegt að þeir eru í fullri vinnu við að koma hringekjunni af stað aftur

Hjalti Tómasson, 26.10.2012 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband