#205. Synd

Ég verð að viðurkenna það að mér finnst mikil synd að horfa á eftir þessu skipi til Danmerkur í brotajárn eftir svo langa sögu í mínum fæðingarbæ. Nú má vel vera að reynt hafi verið að fá HB Granda til að halda skipinu í bænum, þ.e. gefa það á Byggðasafnið, um það veit ég ekki.  En mér finnst að það hefði átt að varðveita það og sögu þess í bænum, og ég velti fyrir mér hvort upphafsmaður Byggðasafnsins í Görðum, sr. Jón M. Guðjónsson, hefði leyst landfestar eftir þennan tíma. Það er lítið eftir af útgerðarsögu stálskipa í landinu, þ.e. gömlum skipum eins og Víkingi, þó reynt sé að halda upp á gamla og fúna trébáta með æði misjöfnum árangri. Stálskipaútgerðinn er ekki síður merkileg og ber að varðveita líka.

En svo má líka velta því fyrir sér hvort Skagamenn hafi eitthvað með svona skip að gera til varðveislu, miðað við hvernig farið hefur fyrir Kútter Sigurfara, sem er að hruni kominn við Byggðasafnið.


mbl.is Farinn til Danmerkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband