#214. Varúð!

Neytendum skal bent á að útlánafyrirtækið Lykill er í eigu Lýsingar hf., og var upphaflega sett á stofn innan MP banka af fyrrverandi framkvæmdastjóra SP-Fjármögnunar hf. Bæði þessi fyrirtæki voru í fararbroddi þegar neytendum voru seldir ólöglegir fjármálagjörningar í formi bílalána og fjármögnunarsamninga. Eins og kemur fram á heimasíðu Lýsingar, er núverandi forstöðumaður fyrrum starfsmaður SP-Fjármögnunar.

Það er því rétt að þeir sem hyggjast eiga viðskipti við Lykil lesi vel samningsskilmála bílalána Lykils áður en skrifað er undir samning við fyrirtækið.


mbl.is 90% lán til bifreiðakaupa komin aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Best er þó að sleppa alveg viðskiptum við þetta fyrirtæki.

Sá sem ekki getur fengið lán hjá sínum viðskiptabanka til bílakaupa ætti kannski bara að láta gamla bílinn sinn duga, eða aupa sér eitthvað ódýrari bíl.

Gunnar Heiðarsson, 13.9.2014 kl. 22:27

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Get tekið undir það að fólk lesi lánasamningana sína.

Það er lágmark þó margir hafa ekki gert það og þykjast vera al saklausir.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.9.2014 kl. 20:11

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Það er engu að síður krafa að samningsskilmálar sem samdir eru einhliða af öðrum aðilanum í atvinnuskyni standist landslög því neytanda gefst ekki kostur á að breyta þessum skilmálum.

Erlingur Alfreð Jónsson, 14.9.2014 kl. 22:27

4 Smámynd: Elle_

Kærar þakkir fyrir þetta, Erlingur.

Elle_, 14.9.2014 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband