#232. Ekki benda á mig!

Það er öllum ljóst er hafa séð aðfarirnar sem beitt var við handtökuna, að handtakan var of harkaleg í ljósi aðstæðna, a) konan var mjög ölvuð, og b) auka liðstyrkur var inni í bílnum og lítið mál að taka yfirvegaða ákvörðun að handtaka konuna á innan við mínútu. En í stað þess að viðurkenna dóminn og læra af honum lexíu, segir Landssamband lögreglumanna að hann sé of harður!

Ekki benda á mig kemur upp í hugann! Ísland breytist aldrei. Enginn ætlar að draga lærdóm af neinu sem kemur upp í þjóðfélaginu.

PS: Tek fram að ég þekki ekki málsaðila. 


mbl.is Landssamband styður lögreglumann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Landssamband lögreglumanna telur ofbeldið við handtöku á ofurölvi konunni í lagi. Allir aðrir sem séð hafa myndbandið sjá auðvitað að þar níðist maðurinn á konunni sem ekkert getur varið sig vegna ölvunar og hann neytir mikilla aflsmuna. Norska aðferðin eða ekki, þessar aðfarir mannsins eru hreinn níðingsskapur gegn minni máttar. Það finnst löggunni almennt í lagi. Nú vitum við sauðsvartur pöpullinn á hverju við eigum von hjá löggunni. Það er ekkert skrítið að virðing fyrir löggunni sé í frjálsu falli nú á tímum. Svona ofbeldismenn tryggja það með yfirlýstum stuðningi Landssambands lögreglumanna.

corvus corax, 16.12.2014 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband