#246. FME rumskar!

Það eru að verða komin 5 ár frá fyrsta dómnum sem féll vegna gengislánamála, og FME hefur staðið á hliðarlínunni sem mállaus púðluhundur mest allan þann tíma! Löngu er orðið tímabært að stofnunin vaknaði af blundinum og setji Lýsingu stólinn fyrir dyrnar, ellegar taki stjórn félagsins yfir eða afturkalli starfsleyfi þess. Á meðan Lýsing stundar ekki eðlilega viðskiptahætti, eða sýnir enga tilburði í þá átt að bæta þá, á það ekki að fá að starfa, svo einfalt er það. 19.gr. laga um fjármálafyrirtæki er mjög skýr um þetta efni:

"19. gr. Góðir viðskiptahættir og venjur.
[Fjármálafyrirtæki skal starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármálamarkaði.
Fjármálaeftirlitið setur reglur1) um hvað teljist eðlilegir og heilbrigðir viðskiptahættir fjármálafyrirtækja samkvæmt lögum þessum.

......" 1)Rgl. 670/2013.

Reglugerð 670/2013 segir ennfremur í 3.gr:

"Mat á eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum.

Fjármálaeftirlitið leggur mat á hvort fjármálafyrirtæki starfi í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármálamarkaði að teknu tilliti til 3. mgr. 1. gr.

Mat Fjármálaeftirlitsins grundvallast á:

  1. ákvæðum laga, reglugerða og reglna sem gilda um starfsemina, markmiðum og tilgangi þeirra,

......."

Ef brot á lögum og þvergirðingsháttur að færa starfsemina er ekki til betri vegar telst brot gegn þessum greinum, ja þá veit ég ekki hvað það gæti verið! En það var löngu orðið tímabært að FME gerði vart við sig varðandi Lýsingu. En betur má ef duga skal!


mbl.is FME fylgist grannt með Lýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband