Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

#109. Hver er kostnaður ríkissjóðs?

Hvað er ríkissjóður að greiða lánshæfismatsfyrirtækjunum miklar upphæðir fyrir lánshæfismat?  Lánshæfismatsfyrirtækin innheimta nefnilega háar upphæðir af þeim aðilum sem verið er að meta óháð því hvort sá hinn sami bað um slíkt mat eða ekki.  Reikningurinn kemur samt, og ef hann er ekki greiddur hafa þessi fyrirtæki hótað og/eða lækkað lánshæfismatið einhliða!  Þetta eru áhrifamestu og verstu svikamyllur sem fyrirfinnast á jarðríki.


mbl.is „Gleypir ekki við skrípaleik“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#108. Borgaði Obama ekki reikninginn?

Lánshæfisfyrirtækið Standard & Poor's breytti í gær í fyrsta sinn langtímahorfum fyrir bandaríska ríkið úr stöðugum í neikvæðar.

Ætli Obama hafi ekki borgað síðasta reiknking fyrirtækisins fyrir lánshæfismatsþjónustu?


mbl.is Lækkun S&P á horfum veldur öldugangi á mörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#107. Neyðarréttur Breta nýttur?

Það sem elskulegur Darling vísar til í greininni er neyðarréttur stjórnvalda til aðgerða til verndar hagsmunum þjóðarinnar.

En ég held að Hr. Darling ætti að minnast þessa dóms áður en hann tjáir sig um málefni Icesave.  Þessar harkalegu verndaraðgerðir Breta á grundvelli hryðjuverkalaga eru ástæða þess að þetta mál er í þessum farvegi sem það er!


mbl.is Átti að tryggja hagsmuni Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#106. The people´s democratic rejection....

Jakobína Ingunn ólafsdóttir sendi frú Blanksma tölvupóst.  Ég ákvað að gera það líka.

 

Dear Ms. Blanksma,

I hope this e-mail finds you well.  It´s more of a read than I anticipated but I hope you (or your assistant) take the time to glance through it, especially the indent text and the bold text which are my highlights if you want to take the short version.

An article in an online version of an Icelandic newspaper, Morgunblaðið, got my attention as it contains a  brief translation of a reply to a query the newspaper sent you.

You are quoted:  "This is a contract that can we not move away from.  Negative outcome of this referendum has no bearing on this Agreement.  I am even more astonished by the chaos in domestic affairs.  It is very unwise politically and economically as well.

Christian Democratic Party views that one way or another, the debt must paid.  If not, we will meet in the courtroom."

The newspaper stated the translation was brief and crude.

The common taxpayer in Iceland is not happy that depositors lost money from the Iceland bank collapse.  It is not fair to these depositors be they Dutch, British or from elsewhere for that matter.  But you have to understand that the common taxpayer can not be expected to be accountable for a private bank collapse.  Anywhere.  That is the nature of the EU law for the depositors guarantee scheme.  The credit institutions are responsible.  The Icelandic depositors guarantee scheme was established the same way as in other European countries.

Here are some facts affecting the general public: 

  • Fuel price is now double, in krona, from October 2008 while salaries have stayed the same and overall housing income dropped over same period.
  • Mortgage in Iceland has increased by 30% since October 2008.
    • And this may be the biggest a surprise to you: Please note that on top of interest rates Iceland is the only country in the world to link mortgage payments to a consumption index, meaning any increase in prices on common consumer goods such as coffee, fuel, sugar, corn, milk, bread, cigarettes and alcohol to name a few, all work together and increase the balance and payment of the mortgage on a monthly basis. E.g. a non-smoking person essentially suffers through his/her mortgage because somebody else wants to smoke! Incredible isn´t it?
  • House values have dropped by 20% since October 2008.
  • A vast portion of households was offered illegal loans by Icelandic credit institutions who linked mortgage capital and payments to foreign currencies. They then bought currencies on currency markets working against their customers interests and deflating the krona. Or introduced Icesave. A big portion of the public fled the established indexed mortgages and car leases described above to try out these new loan options.

Ms. Blanksma, are you aware that early October 2008 British authorities used the UK anti-terrorist act to freeze all assets of Landsbanki, the creator of Icesave, and thereby labeling a country without a military, the republic of Iceland, UK´s ally during WW2, and its public as terrorists? Putting the nation side by side with Al-Qaeda.  (There are maybe 200 automatic rifles total in the whole Icelandic police armory!)  UK supreme Courts have ruled similar proceedings as unlawful, even towards suspected terrorists.  Details can be read here:  http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/8482630.stm.  Yet Prime minister Brown and Chancellor of Treasury Darling imposed the same act against an Icelandic private bank, very likely contributing to it´s subsequent collapse and the consequent downturn of Iceland´s economy.  The amount of damage this decision did can probably never be calculated nor confirmed.

Are you aware that these actions by the UK authorities made it impossible for Icelandic companies to transfer payments to foreign suppliers worldwide and foreign customers could not pay Icelandic companies for their services and products?  I am sure you agree this action was in effect a breach of one major pillar of the EU single market; namely the free movement of capital within the EEA.  And if the Brits state that unusual circumstances justified this action, well what can the Icelandic authorities say regarding the depositor´s bailout?  By the way, rumors say that 20 of the richest families in Iceland benefited from 95 percent of the bailout.  Not the general public who is now to be dragged to the gallows by the UK and Dutch authorities. That´s how the Icelandic authorities distributed the domestic bailout!

Are you aware that these actions by the UK authorities were a contributing factor that to last of the big banks, Kaupthing, collapsing?  The freezing order by Mr. Brown and Mr. Darling on Landsbanki caused a "rally" on Kaupthing Singer&Friedlander which was then taken over by UK authorities, putting the last nail in the economies coffin.

Ms. Blanksma, before you judge the people of Iceland I urge to investigate the facts of this matter thoroughly.  I am sure your counterparts here in the Icelandic parliament can assist with facts and dates if needed.  English excerpts from Althingi´s Special Committee investigation can be found here: http://sic.althingi.is/

Finally, if you have reached this far, I urge you to check the capital of the Dutch depositors guarantee scheme to verify it can indeed withstand the collapse of 90% of the Dutch bank system in one week and repay all depositors their deposits claim as you are determined to have Iceland do.  I doubt the scheme can cover 50% of the maximum guarantee of €20.887 for all accounts for such a collapse.

A lot of Dutch depositors would loose their money if this would happen for the Dutch banking system. 

What would you and Mr. de Jager do in such circumstances?

I urge you to look at the big picture before you decide to take actions against the general public of Iceland!

Thank you for your attention.

 

PS: By the way, it is expected that all of Landsbanki´s assets in Euros will cover claims for accounts in Euros.  The uncertainty is towards asset recovery in British pounds, US dollars, Canadian dollars and Swiss francs to pay the UK depositors.

We welcome your visit any time, our krona is cheaper than Bangladeshi Taka so you can make good shopping.

1 Euro=103 BDT

1 Euro=162 ISK (if you buy in Amsterdam it´s around 210 ISK)

 

Best regards,

Erlingur A. Jónsson


mbl.is Hóta að standa í vegi aðildar að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#105. Einelti í bekknum

Við þurfum ekkert að vera hissa þegar de Jager segist ætla sækja peninga skattgreiðenda sinna. Hann á að segja það og það hefðu allir sómakærir fjármálaráðherrar sagt í svona sporum. Það er pólitískt rétt að berjast fyrir sitt þjóðfélag og sína kjósendur.

Nema á Íslandi norrænu velferðarstjórnarinnar. Þar vinna allir, meira segja vinstri flokkarnir, fyrir auðvaldið. Og um fjármagseigendur er slegin skjaldborgin!

Stjórnvöld hvaðanæva úr heiminum vinna eingöngu fyrir fjármagnseigendur. Bretar og Hollendingar ætla nú að vinna saman að ná peningunum af íslensku ríkisstjórninni. Þetta minnir á gamla nýlendutímann þegar þessar þjóðir blóðsugu nýlendur sínar af auðlindum þeirra í eigin þágu. Nema við erum ekki nýlenda! Og ætlum ekki að verða það!

Talið við okkur þegar vitað er hver skuldin er og við skulum sjá til hvort við borgum! En fyrr ekki. Tilskipunin segir að tryggingasjóðurinn eigi að vera fjármagnaður af lánastofnunum sjálfum. Ekki ríkissjóði hvers aðildarríkis!

Það væri fróðlegt að heyra svar de Jager ef hann yrði spurður hvort hollenski innstæðutryggingasjóðurinn stæði undir 100% greiðslum til innstæðueigenda ef 90% hollenskra banka færu í þrot á einni og sömu vikunni! Þar af um 30% þeirra vegna þess að Bretar beittu hryðjuverkalöggjöf sinni á vinaþjóð í stað þess að vinna með stjórnvöldum heimaríkisins til lausnar málinu og komast að hvað væri að gerast! Hverjum myndi hann bjarga?

Og þetta er samfélagið hverrar seðlabanki hefði "bjargað" okkur þegar bankahrunið dundi yfir. Það segir Össur alla vega og blóðlangar að komast í evrópska bekkinn. Með 2 piltum (B&H) sem setja litla gaurinn (Í) í einelti og vilja nú fá skólastjórann (ESB) til að hjálpa sér. Dæmalaust rugl!


mbl.is Niðurstaðan mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#104. Notum eignir lífeyrissjóðanna í þarfir innanlands.

Lífeyrissjóðirnir eiga eignir upp á 473 milljarða í útlöndum.  Það er hægt að gera margt fyrir þessa peninga, fjármögnun þyrlukaupa er eitt, annað varðskip er annað svo einblínt sé að þarfir LHG.  

Það er hins vegar kominn tími til að þessar eignir lífeyrissjóðanna skili sér heim og vinni fyrir eigendur sína með einum eða öðrum hætti hér innanlands. Ég sé ekki tilgang í því að þessar eignir sitji í útlöndum engum til góðs.  Þessa erlenda eign lífeyrissjóðanna er ekkert annað en stöðutaka gegn krónunni á tímum þegar hún má ekki við því!  Þessi auma ríkisstjórn á að skikka lífeyrissjóðina til að koma með þessa eign heim og vinna í hagkerfinu!  Jafnvel ætti að banna lífeyrissjóðunum að fjárfesta erlendis, alla vega tímabundið!


mbl.is Lífeyrissjóðir kaupi þyrlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#102. Þetta segir Moody´s um eigið álit!

Moody´s getur tekið upp á því meta aðila einhliða, sendir þeim svo reikning fyrir þjónustu sem aldrei var beðið um.  Ef sá hinn sami neitar að borga getur Moody´s lækkað mat sitt aðilanum til tjóns.

Síðan firrar Moody´s sig af allri ábyrgð af áliti sínu:

Moody'sCREDIT RATINGS DO NOT CONSTITUTE INVESTMENT OR FINANCIAL ADVICE, AND CREDIT RATINGS ARE NOT RECOMMENDATIONS TO PURCHASE, SELL, OR HOLD PARTICULAR SECURITIES. CREDIT RATINGS DO NOT COMMENT ON THE SUITABILITY OF AN INVESTMENT FOR ANY PARTICULAR INVESTOR. MIS ISSUES ITS CREDIT RATINGS WITH THE EXPECTATION AND UNDERSTANDING THAT EACH INVESTOR WILL MAKE ITS OWN STUDY AND EVALUATION OF EACH SECURITY THAT IS UNDER CONSIDERATION FOR PURCHASE, HOLDING, OR SALE.

"The credit ratings and financial reporting analysis observations, if any, constituting part of the information contained herein are, and must be construed solely as, statements of opinion and not statements of fact or recommendations to purchase, sell or hold any securities. No warranty, express or implied, as to the accuracy, timeliness, completeness, merchantability or fitness for any particular purpose of any such rating or other opinion or information is given or made by Moody's in any form or manner whatsoever."

Mannamál: Lánshæfismatið er aðeins ábyrgðarlaust álit eins aðila.


mbl.is Segir álit Moody's engu skipta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

101. Við getum losað gjaldeyrishöftin án Icesave-samþykktar!

Ég endurbirti hér efnislega hluta úr færslu minni frá 29. mars sl.

Aflandskrónur bundnar í íslenskum eignum eru sagðar 465 milljarðar.

Með því að nota andvirði erlendra eigna lífeyrissjóðanna, 473 milljarða, er hægt að kaupa upp aflandskrónurnar óþreyjufullu og hleypa þeim úr landi.  Þar með eru skuldabréf, jöklabréf, reiðufé og hvað þessar eignir nefnast nú allar, að upphæð 465 milljarðar komnar í eigu innlendra aðila, lífeyrissjóðanna, og þeir eiga samt 8 milljarða afgangs.  Þessar eignir yrðu svo notaðar til að fjármagna húsnæðislánayfirfærslu upp á 315 milljarða frá bönkunum til lífeyrissjóðanna með litlum eða engum tilkostnaði.

Lífeyrissjóðirnir mundu svo innheimta þessar eignir frá lántakendum á yfirfærsluverði og færa höfuðstóla lánanna niður sem samsvarar bókfærðu virði þeirra, en hanga ekki á kröfuvirðinu eins og hundur á fiskroði, nákvæmlega eins og bankarnir eru að gera í dag.  Þannig fá bankarnir fé til að lána fyrirtækjum og almenningur fær höfuðstól sinn niðurfærðan, og þar með bæði greiðslugetu og greiðsluvilja á ný.  Ríkissjóður eða Seðlabanki þyrftu ekki að afla erlends gjaldeyris til að losa af gjaldeyrishöftin.  Hjólin færu að snúast aftur.

465 - 315=150 milljarðar (+8 milljarðar) eru þá afgangs og við þá er margt hægt að gera!

Látum lífeyrissjóðina koma heim með peningana okkar okkur til gagns!


mbl.is Vill samþykkja Icesave og losna við höft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#100. Eru lánshæfisfyrirtækin svikamylla?

Sífellt er í fréttum fjölmiðla klifað á einkunnum Moody´s, Standard & Poors og Fitch Ratings á lánshæfi íslenska ríkisins, og annarra ríkja, sem þessar einkunnir séu heilagur sannleikur.  Mikið er vald þessara fyrirtækja ef svo er.  En hver eru þessi fyrirtæki og er eitthvað opinbert eftirlit með þeim?  Sé þeim flett upp á Wikipedia kemur í ljós að þetta eru bandarísk fyrirtæki að uppruna.

Moody´s var stofnað 1909 af John Moody.  Það hefur nú 40% markaðshlutdeild á „lánshæfismarkaðnum“, hvaða markaður sem hann nú er.  Hagnaður Moody´s árið 2010 var 407 milljónir dollara (46,5 milljarðar íslenskra króna á gengi SÍ).

Standard & Poors rekur sögu sína allt aftur til 1860 og er þar með elst þessara 3ja fyrirtækja.  S&P var kept 1966 af McGraw-Hill fyrirtækjasamsteypunni.  Tekjur S&P árið 2009 var 2,6 milljarður dollara eða 296 milljarðar íslenskra króna.

Fitch Ratings er hinsvegar yngst, var stofnað 1924 og tengdist síðar Standard & Poors.

Saman voru þau með um 94% markaðshlutdeild árið 2004.

Siðferði þessara fyrirtækja hefur verið dregið í efa.  Árið 2004 kom fram í Washington Post að þessi fyrirtæki eru algjörlega sjálfala og setja sínar eigin reglur og aðferðarfræði, sem hefur leitt til misnotkunar.  Moody´s til dæmis kúgaði Compuware, bandarískan hugbúnaðarframleiðanda í Detroit sem hafði greitt 225.000 dollara fyrir lánshæfismat frá Moody´s, vegna lántöku fyrirtækisins upp á 500 milljónir dollara.  Innan við ári síðar sendi Moody´s reikning fyrir 5.000 dollara árgjaldi sem mundi síðan þrefaldast ef ekki yrðu gefin út skuldabréf það ár sem Moody´s þyrfti að meta.  Fyrirtækið greiddi þessa 5.000 dollara 2001 og ári síðar, þrefalda þá upphæð, 15.000 dollara en fékk litla sem enga þjónustu frá Moody´s það ár. 

Í sömu grein segir frá þýsku tryggingafyrirtæki, Hannover Re, sem neitaði að gerast áskrifandi að þjónustu Moody´s, sem hafði boðist til að meta fyrirtækið „endurgjaldslaust“.  Hannover Re var þá þegar að greiða tugmilljónir til annarra matsfyrirtækja fyrir samskonar mat.  Moody´s hóf engu að síður einhliða, og án aðgangs að mikilvægum trúnaðargögnum, að meta lánshæfi Hannover Re og gaf út mat sitt reglulega, um leið og það leitaði áfram eftir viðskiptum þess.  Með tímanum lækkaði það lánshæfi Hannover Re þó svo að önnur matsfyrirtæki með samninga við Hannover Re, S&P og A.M. Best, gæfu því góða einkunn.  Árið 2003 setti Moody´s skuldabréf  Hannover Re í ruslflokk.  Hluthafar fengu skituna og losuðu sig við hlutafé.  Á örfáum klukkustundum lækkaði markaðsvirði fyrirtækisins um 175 milljónir dollara.

Standard & Poors hefur hagað sér eins.  Lítið skólaumdæmi í Suðvesturríkjum Bandaríkjanna var komið í fjárhagsvandræði og hækkaði m.a. gjald fyrir skólamáltíðir.   Það hafði keypt þjónustu af Moody´s og S&P vegn lánshæfismats.  Gjaldið hjá S&P var hærra og til að spara fé var ákveðið að hætta með það.  Stuttu seinna hafði S&P samband og heimtaði greiðslu upp á 5.000 dollara ella mundi fyrirtækið draga útgefið mat sitt til baka.  Skólaumdæmið greiddi S&P uppsetta kröfu af ótta við að afleiðingarnar yrðu meiri ef S&P drægi mat sitt til baka.

Það skal aftur tekið fram hér að þessi grein sem vitnað er í að ofan er frá 2004 og er þriðji og síðasti hluti þriggja greina eftir Alex Klein, en hana má enn lesa og meira til á vef Washington Post hér.

Guðmundur Ásgeirsson kom með ágætar tilvitnanir í forstjóra þessara fyrirtækja á bloggi sínu 25.mars sl. sem ég hvet alla til að lesa.  Í stuttu máli firra forstjórarnir sig og sín fyrirtæki af allri ábyrgð af notkun á mati þeirra til að stofna til fjárskuldbindinga eða fjárfesta í aðilum sem mat beinist að!  Matið eru skoðanir fyrirtækjanna og ekkert annað og öll áskilja þau sér rétt til að draga það til baka hvenær sem er og án fyrirvara!  Þessu til stuðnings bera þeir við Fyrstu grein bandarísku stjórnarskrárinnar sem fjallar um málfrelsi fyrir þá sem ekki vita.  Og þar með bera þeir enga ábyrgð á orðum sínum.

Engu að síður lepja íslenskir fréttamenn þetta lánshæfismat upp frá hverjum þeim sem lætur þeim það í té gagnrýnislaust.

Er ekki kominn tími til að stoppa þessa vitleysu?


mbl.is Lánshæfiseinkunnir skipta máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband