Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

#194. Sér er nú hver vitleysan!

Í fréttinni er eftirfarandi fullyrðing:

"Óttast var að ef jaki brotnaði frá jöklinum myndi það hækka yfirborð sjávar."

Þetta er náttúrulega rakið bull og vitleysa. Ís frá jökli sem þegar er kominn í sjó fram hækkar ekkert yfirborð sjávar þó hann brotni frá jöklinum. Sjávarstaða helst algjörlega óbreytt. Ennfremur breytist sjávarstaða ekkert, svo merkjanlegt sé, þó að jakinn bráðni því vatn þenst út við að frjósa og við bráðnun jakans lækkar því sjávarstaða ef eitthvað. Munurinn er þó svo lítill að enginn verður var við það. Hvað sjávarstöðu varðar er það því í raun hið besta mál að jakinn hafi brotnað frá.  Hann bráðnar þá fyrr.

Þessi frétt er bara eitt dæmið um áróðursmaskínu loftslagsvísinda og spilað er á fávísi almennings. 


mbl.is Ísjaki á stærð við Chicago
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#193. Hverjir eiga í raun gömlu bankana?

Það er alltaf skoplegt að sjá umræðu um að erlendir kröfuhafar eigi Íslandsbanka og Arion banka. Reyndin er sú að Glitnir og Kaupþing eiga þá, og þessi hlutafélög eru enn í eigu hluthafa, en er einungis stýrt af slitastjórn í umboði FME.  

Í lögum um fjármálafyrirtæki segir í 103.gr.a.: 

[103. gr. a. Lok slitameðferðar.
 Hafi slitastjórn lokið greiðslu allra viðurkenndra krafna á hendur fjármálafyrirtæki og eftir atvikum tekið frá fé til greiðslu krafna sem ágreiningur stendur um og komið eignum þess eftir þörfum í verð lýkur hún slitameðferð með því annaðhvort: 
   1. að láta fyrirtækið aftur í hendur hluthafa eða stofnfjáreigenda ef fundur þeirra sem slitastjórn hefur boðað til hefur samþykkt með atkvæðum þeirra sem ráða yfir að minnsta kosti 2/3
 hlutum hlutafjár eða stofnfjár að fyrirtækið taki upp starfsemi á ný og kjörin hefur verið ný stjórn til að taka við því úr höndum slitastjórnar, enda hafi Fjármálaeftirlitið veitt samþykki sitt til þess og fyrirtækið fullnægir öðrum skilyrðum laga til að hefja aftur starfsemi, eða
   2. að greiða hluthöfum eða stofnfjáreigendum út eignarhlut þeirra af eftirstöðvum eigna samkvæmt frumvarpi til úthlutunar sem gert skal eftir ákvæðum XXII. kafla og 5. þáttar laga um gjaldþrotaskipti o.fl., en sé um sparisjóð að ræða skal þó eignum, sem standa eftir að lokinni greiðslu stofnfjárhluta, varið eftir samþykktum hans og er óheimilt að ráðstafa þeim til stofnfjáreigenda …1)

 Ljúka má slitameðferð samkvæmt því sem segir í 1. tölul. 1. mgr. þótt ekki sé lokið greiðslu allra viðurkenndra krafna ef þeir kröfuhafar sem hafa ekki enn fengið fullnustu samþykkja það. 

......

(Feitletranir eru mínar.) 

Verði raunin sú að að erlendir kröfuhafar gangi að nauðasamningum eins og þeim sem lýst er í fréttinni, þ.e. greiðar 354 krónur fyrir eina evru, fara bankarnir líklega ekki í gjaldþrot. Ef slitameðferð lýkur með nauðasamningum fá hluthafar félögin aftur í hendur og menn eins og Sigurður Einarsson, Hreiðar Már og Jón Ásgeir eru aftur komnir með banka í hendurnar, vegna þess að enginn erlendur aðili hefur tekið yfir eignarhlut í fjármálafyritæki eftir hrun vegna þess að hann sé kröfuhafi.  Fyrir því eru ekki lagaheimildir. Hlutafé Glitnis eða Kaupþings hefur ekki verið fyrnt eða aukið þannig að formlegt eignarhald hafi færst á erlenda kröfuhafa. Þeir hafa engin hlutabréf undir höndum. Fjármálaeftirlitið tók einungis yfir vald hluthafafundar og enginn hluthafi sem átti hlut í Glitni eða Kaupþingi fyrir hrun hefur tapað hlut sínum, sem þó á þessu stigi er verðlaus eðli málsinis samkvæmt. Handhafi hlutabréfs á því enn hlut í þeim sem hllutabréfinu nemur. Ef Glitnir og Kaupþing fara ekki í gjaldþrotameðferð, ber annað hvort að láta þau aftur í hendur hluthafa, ekki erlendra kröfuhafa, eða slíta þeim og greiða út hlutafjáreign til hluthafa í hlutfalli við eignarhlut með þeim eignum sem standa eftir nauðasamninga, ef einhverjar eru.

Það sætir furðu minni að ríkisskattstjóri forskrái ekki á skattaskýrslu hlut í almenningshlutafélagi sem er í fullum rekstri, þó hluturinn sér verðlaus, né geri athugasemdir ef hluthafi tilgreinir ekki slíkan hlut.

Er nema von að ég spyrji: Hverjir eiga í raun gömlu bankana? 


mbl.is Selji gjaldeyriseignir á 354 krónur gegn evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband