#148. Þetta snýst ekki um glæp heldur siðferði, Gunnar.
18.11.2011 | 19:43
Titringur fer um forstjóra Fjármálaeftirlitsins nú þegar sannast hefur á hann að hann undirritaði stjórnarfundargerðir, lánasamninga og viðauka við samninga vegna aflandsfélaga, sem bent hefur verið á að hann hafi setið í stjórn fyrir sem "óvirkur" stjórnandi. Nokkuð sem hann hefur ekki kosið fyrr að leiðrétta þrátt fyrir ítrekaðan fréttaflutning um málið í sumar. Gunnar sakar fjölmiðla nú um mannorðsmorð.
Það er skýlaus krafa almennings til að mögulegt sé að bera virðingu fyrir stofnunum samfélagsins að þar séu við stjórn heiðarlegir og sannsöglir einstaklingar. Lygi og undirlægjuháttur á ekki heima þar. Sést það best á virðingu almennings fyrir Alþingi.
Gunnar hafði tækifæri til að koma í Kastljós og tjá sig um þetta mál. Hann kaus að gera það ekki frekar en fram til þessa.
Gunnar bendir á að enginn glæpur hafi verið framinn. Þurfti þess? Gunnar átti þátt í að beina starfsemi Landsbankans til aflandsfélaga til að losna við afleiðingar íþyngjandi reglugerðarbálka á Íslandi. Þetta snýst um siðferði og hugarfar, ekki glæp.
Þessi maður stýrir nú Fjármálaeftirlitinu.
![]() |
Óheft mannorðsmorð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
#147. Hverjir eiga Glitni?
16.11.2011 | 10:40
Oft hefur verið talað um að nýju bankarnir séu í eigu kröfuhafa, til að mynda erlendra vogunarsjóða. Allt slíkt tal er villandi því það virðist byggt á því einu hverjir eigi skuldir viðkomandi fyrirtækis. Að sama skapi er hægt að segja að bankinn eigi húsið lántaka, af því hann eigi skuldirnar, en formlegt eignarhald er engu að síður í höndum lántakans.
Ég drap á þessu lítillega í þessari færslu. Kröfuhafar hafa aldrei tekið yfir þá eignarhluti sem voru til skráðir við fall bankanna í október 2008. Gömlu bankarnir, hlutafélögin sem fólk keypti hluti í, eru því að mínu mati formlega enn í eigu hluthafa en ekki kröfuhafa. Enginn stóru bankanna þriggja hefur verið úrskurðaður gjaldþrota.
Samanber 103.gr.a. laga um fjármálafyrirtæki skal slitastjórn ljúka stöfum með:
1. að láta fyrirtækið aftur í hendur hluthafa eða stofnfjáreigenda ef fundur þeirra sem slitastjórn hefur boðað til hefur samþykkt með atkvæðum þeirra sem ráða yfir að minnsta kosti 2/3 hlutum hlutafjár eða stofnfjár að fyrirtækið taki upp starfsemi á ný og kjörin hefur verið ný stjórn til að taka við því úr höndum slitastjórnar, enda hafi Fjármálaeftirlitið veitt samþykki sitt til þess og fyrirtækið fullnægir öðrum skilyrðum laga til að hefja aftur starfsemi, eða
2. að greiða hluthöfum eða stofnfjáreigendum út eignarhlut þeirra af eftirstöðvum eigna samkvæmt frumvarpi til úthlutunar sem gert skal eftir ákvæðum XXII. kafla og 5. þáttar laga um gjaldþrotaskipti o.fl., en sé um sparisjóð að ræða skal þó eignum, sem standa eftir að lokinni greiðslu stofnfjárhluta, varið eftir samþykktum hans og er óheimilt að ráðstafa þeim til stofnfjáreigenda ...1)
Þá segir í 4.mgr. 103.gr.a að takist slitastjórn ekki að ljúka greiðslu viðurkenndra krafna eða leita nauðasamninga skal bú fjármálafyrirtækis tekið til gjaldþrotaskipta.
Hlutverk skilanefndar Glitnis er að tryggja áframhaldandi rekstur viðskiptabankastarfsemi Glitnis hér á landi.
Sú staðreynd að Arionbanki og Íslandsbanki eru í eigu forvera sinna þykir mér benda til að stefnan sé hugsanlega að sameina þá foverum sínum. Þá bendir sú staðreynd að stofna þurfti 3 nýja banka á rústum hinna gömlu, til að taka við "heilbrigðum" lánum og innlánum þeirra, í stað eins nýs banka, til þess að þessi áform hafi verið ætlunin í upphafi. Enda er varla hægt að tala um endurreisa bankanna annars.
Á grundvelli þessa skil ég ekki nokkurt tal um hvernig hægt er að segja að kröfuhafar eigi banka á Íslandi, og þess síður að þeir fái þá afhenta að slitameðferð lokinni. Ég spyr einfaldlega hvernig er það löglegt?
Ég sé ekki betur en gömlu hluthafarnir eigi rétt á að fá fyrirtækin aftur í hendur ljúki slitameðferð á þann hátt að starfsemi þeirra haldi áfram. Því sé það þeirra að kjósa fyrirtækinu nýja stjórn en ekki kröfuhafa.
Ég mundi gjarnan vilja fá útskýringu sérfróðs aðila hvar ég hef rangt fyrir mér og með samsvarandi lagatilvísunum.
![]() |
Engar greiðslur frá Íslandsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt 1.2.2016 kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
#146. Fyrsta dauðsfallið vegna sparnaðar?
14.11.2011 | 12:17
Nú um helgina var í gangi ein stærsta björgunaraðgerð um árabil þar sem leitað var að sænskum ferðamanni í bráðri lífshættu. Veðurskilyrði til leitar með þyrlum voru mjög óhagstæð sem og aðstæður á landi erfiðar.
Nú er ómögulegt að fullyrða neitt en ég velti fyrir mér hvort flugvélin, með sinni fullkomnu hitamyndavél, hefði nýst við að finna sænska ferðamanninn fyrr en raunin varð um helgina? Hún hefði klárlega getað flogið hærra og leitað yfir mun stærra svæði en þyrlurnar gátu gert.
Það er sorglegt að TF-SIF skuli þurfa að sanna notagildi sitt við eftirlits-, leitar- og björgunarstörf á erlendri grundu en ekki hér á Íslandi, vegna sparnaðaraðgerða stjórnvalda.
TF-SIF á að vera til taks á landinu 24 tíma á dag, allan ársins hring, til eftirlits-, leitar- og björgunarstarfa á Íslandi og í íslensku fiskveiðilögsögunni. Til þess var hún keypt.
Ég hef ekki séð einn einasta fjölmiðil velta upp þeirri spurningu hvers vegna flugvélin var ekki notuð við leitina.
Var þessi sænski ferðmaður fyrsta dauðsfallið vegna sparnaðar í rekstri Landhelgisgæslunnar?
![]() |
Fundu flóttamenn á Miðjarðarhafi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)