#38. Hvað gerir dómarinn?

Ég tel næsta öruggt að dómarinn verði við kröfu Lýsingar og setji á verðtryggingu og verðtryggða vexti.

Ástæða: Dómarinn heitir Arnfríður Einarsdóttir og er eiginkona Brynjars Níelssonar formanns Lögmannafélagsins. Brynjar hefur sagt á vef RÚV að lántakendur gengistryggðra lána hafi í raun og veru samið um verðtryggingu og þó sú verðtrygging hafi verið dæmd ólögleg þá útiloki það ekki aðra verðtryggingu á lánunum. Hvað skildi hafa verið rætt yfir borðum á þeirra heimili?

Önnur ástæða er sú að Brynjar þessi er samstarfsaðili Sigurmars K. Albertssonar, lögmanns Lýsingar í málinu. Engu að síður töldu dómsstjóri og Arnfríður sjálf, hana hæfa til að dæma í málinu. Siðleysið við þetta er algjört, að metnaður Héraðsdóms skuli ekki vera meiri að bjóða upp á að hæfi dómara sé hafið yfir allan vafa í svona miklu réttlætismáli.

Ég sé þó eina smá ljósstýru i myrkrinu sem gæti gefið aðra niðurstöðu. Jón Finnbjörnsson, héraðsdómari, sagði í viðtali við DV að óhjákvæmilegt væri að líta til vilja löggjafans við túlkun vaxtalaganna og niðurstaðan væri því að grundvöllur verðtryggingar samkvæmt ákvæðum um samninga um gengistryggingu væri í andstöðu við lög. Hann telur því ekki heimilt að reikna annars konar verðtryggingu í stað gengisviðmiðunar, en Jón þessi dæmdi svo í máli NBI gegn Þráni ehf. þ. 30. apríl sl. Hvert fordæmisgildi þessa dóms er veit ég ekki enda leggur lögmaður Lýsingar upp með forsendubrest í þessu máli. Forsendubrest sem Lýsing hefur fram til þessa hafnað að hafi átt sér stað.

Einnig segir í samningalögum að samningur skuli gilda ef neytandi krefst þess. Nú veit ég ekki hver krafa málsaðila fyrir dómi var en þessi 2 síðastnefndu atriði gætu gefið aðra niðurstöðu en ég lagði af stað með í upphafi. Þó leyfi ég mér að efast að svo verði.


mbl.is Öruggt að dómi verði áfrýjað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband