#40. Mikið óvissutímabil framundan........

Nú hefst óvissutímabil þar til Hæstiréttur hefur kveðið upp úr hvort þessi dómur standi óhaggaður. Þar til þessari óvissu hefur verið eytt er ekki hægt að hlíta þessum dómi frekar en öðrum sem óvissa hefur ríkt um. Endanleg niðurstaða þarf að fást, til að eyða óvissunni, áður en áfram er haldið.

Hvorki Lýsing né SP-Fjármögnun hf., eða aðrir aðilar, geta innheimt gengistryggða bílasamninga út frá þessum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Til þess er óvissan alltof mikil og óvissa er vafi. Vafa á að túlka neytendum í hag. Línur hafa því síður en svo skýrst í þessari óvissustöðu eins og Kjartan heldur þó fram. En Kjartan er nú vanur að haga seglum eftir vindi í óvissunni við innheimtu lánasamninga SP-Fjármögnunar. Hann gerir ekki neina breytingu á því nú hvað þessa óvissu varðar.


mbl.is SP fagnar niðurstöðu héraðsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Afleiðingarnar af þessari dómsniðurstöðu gætu rendar átt eftir að koma í bakið á þeim sem telja sig hafa unnið sigur: Fordæmisgildi fyrir verðtryggð lán?

Guðmundur Ásgeirsson, 25.7.2010 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband