#41. Betur má ef duga skal....

Á Íslandi eru 8 vegjarðgöng og fjölgar brátt um 2, Bolungarvíkurgöng og Héðinsfjarðargöng.  Við hönnun Hvalfjarðarganga var stuðst við norska og breska staðla.  Árið 2008 gerði félag breska bifreiðaeigenda athugun á 31 göngum í Evrópu, þar af 3 norskum göngum byggðum á árunum 1980-1989.  Norsku göngin fengu öll falleinkunn, á meðan austurísk og svissnesk göng fengu almennt mjög góða einkunn.  Könnunina má finna hér.

Við gerð Hvalfjarðarganga voru, að mínu mati, gerð mikil mistök með að hafa ekki aukaakrein, svokallaða klifurrein, upp úr göngunum að sunnanverðu eins og að norðanverðu ætlaða flutningabílum og hægfara farartækjum.  40 tonna flutningabíll fer einungis u.þ.b. 5-10 km hraðar upp úr göngunum að sunnanverðu heldur en norðanmegin.  Mesti hraði þessara bíla á leið upp að sunnanverði er ca. 35-40 km.  Þetta fer þó aðeins eftir vélarstærð en að að öllu jöfnu er þetta nokkuð nærri lagi.  Ég þekki þetta af eigin reynslu eftir akstur flutningabíla þarna í gegn og eftir að hafa ekið á eftir flutningabílum í gegnum göngin.

Varðandi viðbragstíma slökkviliðs og vegalengd til slökkvistöðva má hafa í huga að slökkviliðið á Akranesi er sjálfboðaslökkvilið á meðan slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er atvinnuslökkvilið og er líklega miðað við það við úrvinnslu gagna.  Hitt ber að hafa í huga að í göngunum er ríkjandi vindátt frá norðri til suðurs, vegna hita bergsins sem aftur hitar loftið, sem stígur svo til suðurs.  Líklega hefur einnig að segja að göngin eru einungis með 2 akreinar að sunnanverðu en 3 að norðanverðu þannig að einskonar hárpípueffect leiða til náttúrulegs trekks í gegnum þau til suðurs.  Þannig að þó að slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kæmist fyrr á vettvang kæmust þeir ekki niður í göngin vegna reyks sem leggur á móti þeim eins og æfingar hafa sýnt.  Sjá viðbragðsáætlun Almannavarna hér.

Að síðustu kemur ekki fram í fréttinni hversu mörg göng af þeim sem voru könnuð voru af ADAC liggja undir sjó eða liggja eins djúpt og Hvalfjarðargöngin gera.  Lægsti punktur þeirra er 165 metra undir sjávarmáli og eru þau hvergi lárrétt.  Einnig kemur ekki fram í niðurstöðunum hversu löng hin göngin eru.  Komi upp eldur í göngunum getur reykur fyllt þau, þannig að erfitt er að komast út á bílum eða snúa þeim við, ef vélar þeirra þá ganga, hvað þá á tveim jafnfljótum.  Þurfa Hvalfjarðargöng þar með hugsanlega enn strangari öryggiskröfur en göng í stórborgum Evrópu?  Væri eðlilegt að hafa rafmagnsbíl til reiðu við göngin til að nota við björgun fólks?


mbl.is Unnið að því að bæta öryggið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband