#67. Er þá ekki skítalykt af Iceland Express?

Ef Matthíasi Imsland finnst loft í Icelandair er þá ekki skítalykt af Iceland Express? Alla vega fylgir skítaslóðin eiganda þess um allt í gegnum loftbóluviðskipti hans. Á heimasíðu Iceland Express er félagið sagt í eigu eignarhaldsfélagsins Fengs. Það félag er ekki skráð í ársreikningaskrá RSK, en þar er hins vegar Fengur ehf fjárfestingarfélag, sem er líklega hinn skráði eigandi Iceland Express, sem vísað er til á heimasíðunni. Það félag hefur ekki skilað ársreikningi frá stofnun félagsins 2006. Ég held að forstjóri ferðskrifstofunnar Iceland Express ætti að líta sér nær.
mbl.is Icelandair fullt af lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

og voru lífeyrissjóðirnir ekki að kaupa hlut í þessu félagi, eða var það e-h annað íslenskt flugfélag ?  svo kemur frétt á stöð 2 þar sem talað er um að fjárfestir fjalli um það í e-h bók að það sé aldrei arðvænlegt að fjárfesta í flugfélögum

 Áfram ísland ! eða þannig.

GunniS, 22.9.2010 kl. 14:28

2 Smámynd: Gúnna

Heyr,heyr!

Gúnna, 22.9.2010 kl. 15:17

3 identicon

Iceland Express í eigu Fengs. En enginn fengur í því en til er Fengur ehf sem hefur ekki skilað inn ársreikningum frá 2006.

 Semsagt óljóst eignarhald og engar upplýsingar ?

Ja sei, sei.

En skítalykin er ekki af þessu, það er rangt hjá þér. Skítalyktin er af þeim sem eiga að sjá um eftirlit og skilum hjá svona óskilgreindum fyrirtækjum.

Svo er að sjá að nú 2 árum seinna sé allt enn í Smoke & mirrors.

En það er jafn auðskilið og vikurifrildi Alþingis yfir því að einhver þar þurfi hugsanlega að bera ábyrgð á meðan 10 % þjóðarinnar eru hreinsuð út og sett á vergang. Það gæti verið búið að fjalla 10 sinnum um lyklafrumvarpið meðan siðleysingjarnir á þinginu eyða tíma í þvætting.

Hlynur Jörundsson (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband