#70. Glæpir virðast borga sig....

Á undanförnum árum höfum við séð mýmörg dæmi þess að glæpir virðast borga sig.....ef um eftirlitsskyldan aðila er að ræða.  Ég segi virðast því ég ber enn von í brjósti um að ábyrgir aðilar verði látnir gjalda fyrir þessi afbrot sín.

Ég sá eitt dæmi um svona glæpahagnað í dag.  Ég skoðaði ársreikning SP-Fjármögnunar hf. fyrir 2009.  Honum var skilað til RSK 7. október sl.  Sama dag og svokölluðum endurútreikningi lánasamninga fyrirtækisins var lokið.  Alla vega fyrstu lotu því eftir standa margir fjármögnunarleigusamningar sem SP telur að falli ekki undir dóm Hæstaréttar eða „óvissa" sé um að falli þar undir.  Þetta falsskjal sýnir rekstrarhagnað upp á 5,5 milljarða sem líklega er gjafagjörningur Hæstaréttar að mestu leyti.  Eiginfjárhlutfall er sagt 28,8%.  Þetta er mikill viðsnúningur frá árinu 2008, sem fæst að mestu með dómi Hæstaréttar en einnig þætti NBI sem breytti 35,5 milljarða láni í hlutafé að nafnvirði tæplega 1,1 milljarður vorið 2009.  Hverjar 330 lánaðar krónur urðu að einni krónu nafnverðs hlutafjár við þessa breytingu.  1 krónu!  En SP-Fjármögnun hf. var rekið á undanþágu Fjármálaeftirlitsins fyrstu 4 mánuði 2009 eins og ég greindi frá í færslu 15.ágúst sl. vegna þess að eiginfjárhlutfall félagsins var neikvætt um 33,5% í árslok 2008. 

NBI mun líklega gera allt til að halda lífi í þessu glæpafélagi og enn er svigrúm til þess því lántaka SP-Fjármögnunar hf. stendur í 35,7 milljörðum, sem að öllu leyti eru frá móðurfélaginu, NBI hf.  Bankanum okkar.  Bankanum sem mun vinna ötullega að því að sjá til þess að glæpastarfsemin í Sigtúninu fái að dafna um ókomin ár.   Því þessu láni mun væntanlega verða breytt í hlutafé, eins og fyrri lánum til að halda félaginu á floti, ef þörf krefur.

Já, Kjartani Georg hefur tekist að bjóða almenningi og fyrirtækjum upp á ólöglega gjörninga um árabil, en þarf ekki að sæta ábyrgð.  Alla vega fram að þessu.  Honum virðist hafa tekist að stunda eftirlitsskylda starfsemi án heimilda Fjármálaeftirlitsins og honum hefur tekist, að komast upp með að greina Fjármálaeftirlitinu ranglega frá því hvaða starfsheimildir SP-Fjármögnun hf. nýtti við gildistöku laga nr. 161/2002, en slíkt athæfi er refsivert athæfi skv. b-lið 112.gr. sömu laga og varðar fangelsi allt að 2 árum.  Og í klappliðinu eru Hæstiréttur, Fjármálaeftirlitið og NBI.

Þetta er næstum hinn fullkomni glæpur.


mbl.is Endurútreikningi að ljúka hjá SP-fjármögnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Já og lánin sem Kjartan sagði dómaranum að hann hafi tekið frá Landsbankanum finnast ekki í ársreikningi NBI.

http://thordisb.blog.is/blog/thordisb/entry/1108238/

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 20.10.2010 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband