#85. Svona virkar innistæðutryggingarsjóður...

Ég fæ ekki séð nein áform um að það fé sem er umfram lágmarksinnistæður skuli greiðast úr danska ríkissjóðnum við þetta gjaldþrot Amagerbankans.  Það væri samt forvitnilegt að sjá slíka umræðu fara af stað í Danmörku.  Skyldi eitthvað af útrásargullinu hafa tapast við þetta gjaldþrot?

En hér er sennilega skólabókardæmi um hvernig innistæðutryggingarsjóðir virka; það sem er umfram lágmarksinnistæðutryggingu er tapað fé, punktur!  Og þannig á Icesave að virka, punktur!  Ef Bretar og Hollendingar kusu að greiða eitthvað umfram lágmarkstryggingu er það þeirra mál, ekki okkar, punktur!


mbl.is Amagerbankinn gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Punktur! Við fáum að kjósa og segum að sjálfsögðu nei!

Sigurður Haraldsson, 7.2.2011 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband