#114. En.....gömlu bankarnir eru bara ekki gjaldþrota ennþá.

Ég furða mig á umræðu alþingismanna um þrotabúa gömlu bankanna.  Þrotabú gömlu bankanna eru í raun ekki þrotabú skv. lögum, því þeir hafa ekki verið úrskurðaðir gjaldþrota ennþá, heldur eru þeir í slitameðferð.

Nú hef ég ekki lesið skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn bankanna en ég kíkti í lög um fjármálafyrirtæki og þar segir í 103. gr. a. um lok slitameðferðar:

Hafi slitastjórn lokið greiðslu allra viðurkenndra krafna á hendur fjármálafyrirtæki og eftir atvikum tekið frá fé til greiðslu krafna sem ágreiningur stendur um og komið eignum þess eftir þörfum í verð lýkur hún slitameðferð með því annaðhvort:

   1. að láta fyrirtækið aftur í hendur hluthafa eða stofnfjáreigenda ef fundur þeirra sem slitastjórn hefur boðað til hefur samþykkt með atkvæðum þeirra sem ráða yfir að minnsta kosti 2/3 hlutum hlutafjár eða stofnfjár að fyrirtækið taki upp starfsemi á ný og kjörin hefur verið ný stjórn til að taka við því úr höndum slitastjórnar, enda hafi Fjármálaeftirlitið veitt samþykki sitt til þess og fyrirtækið fullnægir öðrum skilyrðum laga til að hefja aftur starfsemi, eða

   2. að greiða hluthöfum eða stofnfjáreigendum út eignarhlut þeirra af eftirstöðvum eigna samkvæmt frumvarpi til úthlutunar sem gert skal eftir ákvæðum XXII. kafla og 5. þáttar laga um gjaldþrotaskipti o.fl., en sé um sparisjóð að ræða skal þó eignum, sem standa eftir að lokinni greiðslu stofnfjárhluta, varið eftir samþykktum hans og er óheimilt að ráðstafa þeim til stofnfjáreigenda ...1)

Ljúka má slitameðferð samkvæmt því sem segir í 1. tölul. 1. mgr. þótt ekki sé lokið greiðslu allra viðurkenndra krafna ef þeir kröfuhafar sem hafa ekki enn fengið fullnustu samþykkja það.

Neyðarlögin bættu m.a. eftirfarandi ákvæði 5.gr. inn í lög um fjármálafyrirtæki:

"Ákvæði 64. og 65. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. eiga ekki við meðan skilanefnd samkvæmt ákvæði þessu fer með málefni fjármálafyrirtækisins."

Gjaldþrotameðferð hefst því ekki fyrr en að slitameðferð lokinni og þá því aðeins að eignir fjármálafyrirtækis nægi ekki til að standa að fullu við skuldbindingar þess og slitastjórn telur sýnt að ekki verði forsendur til að leita nauðasamnings eða staðfestingu hans hefur verið hafnað af kröfuhöfum.

Sem sagt ég skil þetta þannig að það er möguleiki á því að "gömlu" eigendur bankanna fái þá aftur að einhverjum tíma liðnum og eignist þar með afsprengi þeirra, nýju bankana.  Getur það verið svo að FME hafi samþykkt að "þrotabú" gömlu  bankanna, sem eru í raun ekki enn þrotabú skv. lögum, fengju að eignast nýju bankanna (og lán almennings "á slikk") til að bæta eignasamsetningu sína og ársreikning, og svo seinna meir að geta sameinast þeim og skilað eignum þeirra aftur til eigenda þeirra?  Hefur ríkisstjórn Íslands óbeint gefið "gömlu" eigendum bankanna það fé sem fór í að stofna nýja banka eftir bankahrunið og var þessi aðferð kannski krafa AGS við "endurreisn" bankakerfisins?  Og var það ástæðan fyrir því að stofnaði voru 3 nýjir bankar en ekki bara einn ríkisbanki?  Þurftum við 3 nýja banka? 

Voru 200-400 milljarðar af almannafé í raun færðir til útrásarvíkinga af ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms?!!!!  Það væri þá aldeilis!

Ég get því ekki betur séð en eigendur Glitnis, Kaupþings og Landsbankans fyrir bankahrun, séu enn eigendur þeirra þó ekki hafi þeir ákvörðunarvald um rekstur þeirra nú um stundir.  Þar með eru nýju bankarnir í raun í eigu þeirra og þær breytingar sem hafa orðið í kröfuhafahópi bankanna hafi ekkert með eignarhaldið að gera.  Eða hvað?

 


mbl.is Búið að finna þá sem soga til sín hagvöxtinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband