#120. Villandi umræða

Í fréttinni er mikilvæg staðreyndarvilla.  Skilanefnd Glitnis er ekki eigandi Íslandsbanka heldur er það bú Glitnis banka sem er undir stjórn slitastjórnar og skilanefndar.  Skilanefnd Glitnis er skipuð af Fjármálaeftirlitinu og er hluti stjórnvalds að mati Margrétar Völu Kristjánsdóttur, dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík, sjá færslu mína frá 9. júní.  Gömlu bankarnir eru ekki gjaldþrota ennþá, þ.e. hafa ekki verið gerðir upp, og eru því enn í eigu hluthafa, alveg eins og fyrir aðkomu skilanefndar Fjármálaeftirlitsins.

En það er ekki skrýtið að blaðamaður villist í þessari umræðu, sérstaklega þegar ríkisstjórnin heldur því fram að bankarnir hafi verið afhentir kröfuhöfum, það vantar bara að minnast á að hluthafar eru kröfuhafar búanna, bara aftast í röðinni.


mbl.is Keyptu skilanefndina út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband