#123. Athyglisverður dómur

Í dómsúrskurðinum segir Jón Finnbjörnsson héraðsdómari að þar sem nauðasamningar hafi verið staðfestir 18. ágúst 2010, sé gjaldþrotaskiptum hætt.  Stefnandi, Stapi lífeyrissjóður,  eigi því að fá kröfu sína greidda eftir forsendum nauðasamningsins og má þar með segja að klúður lögmannstofunnar sem gleymdi að lýsa kröfunni í búið hafi bjargast fyrir horn.  18. ágúst 2010 er dagurinn sem gefur stefnanda forsendur fyrir að fá kröfu sína viðurkennda og þar með getu til að innheimta hana.  Innheimtan takmarkast þó við skilyrði nauðasamninganna og stefnandi fær ekki dráttarvexti aftur í tímann, þ.e. aftur fyrir staðfestingardag nauðasamninga; s.s. enginn réttur til afturvirkra vaxta sem ekki eru forsendur fyrir.  Reiknaðir eru dráttarvextir frá 18.ágúst 2010 þegar forsendur félagsins breyttust við nauðasamninga.

Sama hlýtur að gilda um vaxtareikninga fjármögnunarsamninga.  Ekki er hægt að reikna vexti aftur fyrir daginn sem forsendur vaxtamiðmiðs samningana breytast.  Hvað gengistryggða lánasamninga varðar er sá dagur 18. desember 2010, þegar ólög Árna Páls nr. 151/2010 voru samþykkt á Alþingi.  Endurreikningar SP-Fjármögnunar hf. á mínum samningi eru hins vegar dagsettir 30. september 2010, rúmum 11 vikum áður en lög nr. 151/2010 voru samþykkt!!  Og gera að sjálfsögðu ráð fyrir afturvirkum vöxtum eins og frægt er orðið.  Stoðir þessarar innheimtu afturvirkra vaxta molna dag frá degi og það er einungis tímaspursmál hvenær ólög nr. 151/2010 verða felld úr gildi.

Hvað uppgjör banka varðar þá er rétt að benda á að meira en 50% af núverandi eigendahópi ALMC áður Straums-Burðaráss, eignaðist sinn hlut eftir 19. mars 2009 þegar bankinn fékk greiðslustöðvun.  Minnihluti eigendahópsins hlýtur þar með að standa saman af eigendum Straums-Burðaráss fyrir aðkomu skilanefndar að starfsemi félagsins með ákvörðun Fjármálaeftirlitsins 9. mars 2009.

Það sem stendur eftir er að ALMC, áður Straumur-Burðarás, er ekki á leið í gjaldþrot skv. dómi Héraðsdóms.  Það sama tel ég að muna gilda um aðra banka undir stjórnum skilanefnda eða slitastjórna. Þeir munu ekki fara í gjaldþrotaskipti, þ.e. verða slitið að fullu heldur sameinast afkvæmum sínum.  Hlutverk skilanefnda Glitnis, Kaupþings og Landsbankans er jú að vinna að því tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi þessara banka hér á landi.  Það fellur varla í sér að slíta eigi þeim eða fara í gjaldþrotaskipti.


mbl.is Greiði Stapa 5,2 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Því hefur þegar verið lýst yfir að Íslandsbanki muni fara í nauðasamninga.

En það er annar vinkill á þessu sem er mjög athyglisverður, og það er hugsanlegt fordæmisgildi fyrir þá sem fara í greiðsluaðlögun, sem fellur undir svipuð lög og nauðasamningar. Ef það er niðurstaða dómstóla að meðhöndla skuli allar kröfur og sama hátt og þær sem falla undir nauðasamninga, þá þýðir það að núverandi framkvæmd greiðsluaðlögunar þar sem engin afsláttur er gefinn af skuldum við hið opinbera t.d. námslánum eða meðlagsskuldum, er að öllum líkindum ólögleg. Ef öllum kröfuhöfum er skylt að undirgangast sömu skilyrði með kröfur sínar, þá hlýtur það sama að gilda um ríkið.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.7.2011 kl. 15:59

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þú ert væntanlega að vísa til frétta fyrr í mánuðinum um að Glitnir fari í nauðasamninga, en þó ekki á þessu ári og varla á því næsta.  Ég trúi því þegar nær dregur.  Byr var nýlega sameinaður Íslandsbanka vegna þess hve Íslandsbanki stóð vel.  Og kaupverðið er leyndarmál að beiðni SJS.  Samkeppniseftirlitið á eftir að blessa þennan gjörning þegar þetta er ritað en held það sé bara formsatriði.  Er ekki bara verið að veðja á að virði eignasafnanna hækki og það með bjargi það Glitni, sem er eigandi Íslandsbanka?

Hvað hitt atriðið varðar þá væri það eðlileg krafa að ríkið gæfi eftir jafnt og aðrir við nauðasamnigna enda ætti eitt yfir alla að ganga.

Erlingur Alfreð Jónsson, 19.7.2011 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband