#126. Setja upp vefmyndavél?

Væri ekki ráð fyrir íbúana að setja hreinlega upp vefmyndavél sem er beintengd vefsíðu og þar hreinlega sæist hverjir væru að koma að húsinu á hinum ýmsu tímum sólarhrings. Einnig mætti setja upp öryggismyndavél með hreyfiskynjara sem mundi taka upp þegar einhver kæmi í sjónsvið hennar og allar upptökur færu beint á netið líka?
mbl.is Segjast uppgefin og blöskrar úrræðaleysi lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hvers öryggismyndavél? Upptökur sanna ekki neitt. Enn þessi maður hlýtur að skreppa frá öðru hvoru og þá má líma aftur hurðina með kröftugu lími með kíttisbyssu og brjóta t.d. lykil í skránni.

Eigandin verður að kosta viðgerð og þá er þetta endurtekið þar til viðkomandi gefst upp. Þetta er bara uppástunga og einfalt að koma í verk.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 17:24

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Er ekki að hugsa um að reyna sanna neitt. En úrræðaleysi lögreglunar kallar á aðrar lausnir. Er meira að hugsa um nokkurs konar forvarnir, þ.e. sé einhver í beinni útsendingu á netinu hugsar hann sig kannski tvisvar um að koma á öllum tímum sólarhrings og kaupa dóp, ef um slíka sölu er þá að ræða í húsinu.

Eða ætlar fólkið að láta flæma sig af heimilum sínum?

Þín uppástunga er líka alveg athugunar virði. Tel þó að fólkið sé of hrætt til að fara í slíkar aðgerðir.

Erlingur Alfreð Jónsson, 17.8.2011 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband