#127. Lífeyrissjóður verslunarmanna verðbætir vextina líka.

Tilgangur verðtryggingar er að skila sama verðmæti og fengið var að láni, þ.e. 1000 kr. sem gáfu 1 kg af kjöti við lántöku og eiga gefa 1 kg af sama kjöti við endurgreiðslu sömu 1000 kr. í lok lánstímans.  Verðgildið á að halda sér.

Ég hef dæmi af láni hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna, þar sem ekki eru reiknaðar verðbætur á höfuðstól heldur á greiðsluna alla, þ.e. afborgunin af höfuðstólnum er réttilega verðbætt en einnig vextirnir, sem reiknast NB. af óverðbættum höfuðstól.  

 Untitled-1

 

 

Vextir eru kostnaður lántaka vegna lántöku en ekki hluti upphaflegrar lánsfjárhæðar.  Vextirnir eru þó einnig ávöxtun fyrir lánveitanda og má því þannig verðbæta þá þess vegna í verðtryggðu láni?  

Spurningin er því í raun hvað er átt við með verðtryggingu greiðslu láns í skilningi laganna.  Er einungis átt við afborgun höfuðstóls?  Eða teljast vextir einnig til greiðslunnar og er þar með heimilt að reikna verðbætur á greiðsluna í heild?  Mér finnst það í raun jafngilda því að höfuðstóll sé verðbættur mánaðarlega og vextir síðan reiknaðir af útkomunni.

Nú hef ég ekki skoðað þetta ofan í kjölinn með útreikningum og get því ekki sagt til hvort að þetta sé löglega framkvæmt eða hvort útkoman er mismunandi.  En við fyrstu sýn vekur furðu mína að nokkru að vextirnir séu verðbættir.


mbl.is Gætu þurft að afskrifa milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Lögin tala bara um að verðtryggja afborgunina.

Það væri nú tilgangslaust að vera með fasta vexti ef þeir verða svo breytilegir með einhverju verðtryggingarálagi.

Nógu dýr eru þessi lán nú samt!

Sumarliði Einar Daðason, 19.8.2011 kl. 13:37

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

P.s. þó er heimilt að rukka dráttarvexti af verðtryggðri afborguninni eftir gjalddaga. Þetta er sérstaklega skýrt tekið fram í lögum.

Sumarliði Einar Daðason, 19.8.2011 kl. 13:39

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sumarliði: þegar mánaðarleg afborgun gjaldfellur er hún ekki lengur hluti af láninu heldur myndar hún sjálfstæða og hefðbundna viðskiptakröfu frá og með gjalddaga. Þess vegna er fullkomlega eðlilegt að hún beri dráttarvexti og sé jafnframt ekki verðtryggð þar sem einungis er heimilt að verðtryggja lánsfé til fimm ára eða lengur en ekki almennar viðskiptakröfur.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2011 kl. 20:03

4 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Nákvæmlega Guðmundur. Ég setti þetta bara inn til þess að undirstrika það að ekki megi reikna vexti á verðtryggðan höfuðstól. En það má hins vegar reikna dráttarvexti á verðtryggða afborgun sem er fallin á gjalddaga.

Grundvallaratriðið er að ekki má reikna verðtryggingu á höfuðstól og því geta vextir tæknilega séð aldrei verið verðtryggðir í eðli sínu. Lykillinn að föstum vöxtum er að þeir eru fastir! Eini óvissuþátturinn eru verðbætur á afborgun, þannig að lánveitandinn er alltaf öruggur að fá sitt 100% til baka* að viðbættum föstum vöxtum.

Ef dæmið sem Erlingur bendir á hér að ofan er rétt þá er Lífeyrissjóður Verslunarmanna klárlega að brjóta lög.

- - - - -

* það er að sjálfsögðu ekkert öruggt í þessum heimi. Það getur vel verið að lántakandinn látist um leið og húsnæðið sem er að veði brennur á sama tíma og það verður heimkreppa sem veldur því að brunabótasjóður verður gjaldþrota. Já, og svo gæti komið ristastórt eldgos sem gerir allar tryggingar getulausar.

Sumarliði Einar Daðason, 19.8.2011 kl. 20:25

5 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ég tek það fram að myndin hér að ofan er tekin úr yfirliti greiðsluflæðis lánsins, sem ég fékk útprentað hjá Lífeyrissjóðnum 4.ágúst sl.

Erlingur Alfreð Jónsson, 19.8.2011 kl. 20:41

6 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Erlingur, ég skil alls ekki hvernig það getur hafa gerst að bankar leyfa sér að rukka verðbætur á vexti. Hvað þá að fólk hafi ekki látið heyra í sér fyrr. Ef ég væri að fatta þetta núna og væri með svona yfirlit í höndum þá myndi ég einfaldlega fara á næstu lögreglustöð og tilkynna fjársvik. Lögreglu ber skylda að rannsaka málið.

Sumarliði Einar Daðason, 19.8.2011 kl. 22:26

7 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

P.s. það er kannski heppilegra að senda erindið fyrst til FME - en hver tilkynnir Nígeríusvindl eða skuldabréfasvindl fyrst til FME?

Sumarliði Einar Daðason, 19.8.2011 kl. 22:35

8 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ja það er nú svo að FME er vanhæft til að taka á brotum sem hafa viðgengist árum saman fyrir framan nefið á þeim. EF þeir gerðu það væri vanhæfni þeirra afhjúpuð af þeim sjálfum. Eina leiðin er dómstólaleið fyrir neytendur, og það á við um allt sem viðkemur starfsemi þessara blessuðu óskabarna okkar, fjármálafyrirtækjanna.

Erlingur Alfreð Jónsson, 19.8.2011 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband