#141. 110% leiðin er fjársvik.

Íslandsbanki hefur undanfarið verið að hringja í aðila sem áttu eftir að skrifa undir skjöl tengdri 110% leið bannkans og ýta á að viðkomandi gengi frá samkomulaginu.  Gefinn var frestur til 1. nóvember til að ganga frá þessum skjölum.  Eftir samtal við starfsmann bankans kom fram að hvergi er gerð krafa um að frá þessu sé gengið fyrir 1. nóvember, raunar er hvergi gefinn lokafrestur á lúkningu þessa úrræðis að öðru leyti en sækja þurfti um fyrir 1. júlí 2011.  Vitanlega vill bankinn ekki eiga óleyst mál um ótakmarkaðan tíma en í samtalinu kom fram að aðalástæðan fyrir að gefinn var "lokafrestur" er sú að þetta tengist fjárhagsuppgjöri bankans.  Sami starfsmaður hélt því einnig fram að virði lána heimila væri fært á fullu virði í bókum bankans og endurmat hefði engin áhrif til hækkunar á virði lánanna.  Þetta tel ég skrýtna bókfærslu ef svo er raunin.  En vitanlega er það ekki svo enda mundi það ekki tengjast árshlutauppgjöri ef lánin væru færð á fullu virði.

Ég hef áður haldið því fram að 110% leið bankanna er blekking við grandalausan almenning sem skapar hagnað bankanna vegna heimildargjafar til þeirra að endurmeta lánasöfn sín eftir undirritun 110% leiðar.  Hún er í raun fjársvik, enda fellst hún í því að almenningur á að gangast við stöðu lána eins og þau stóðu í byrjun árs 2011.   Ólafur Arnarsson, hagfræðingur og Pressupenni, hélt því einnig nýlega fram í pistli um markaðsmisnotkun bankanna að endurmat lánasafnanna væri að stórum hluta til ástæða hagnaðar bankanna.

Við skulum alveg vera undir það búinn að hagnaður bankanna á seinni helmingi ársins verði ekki lakari enn á fyrr helmingi þess, sem að mínu mati er nánast eingöngu kominn til vegna endurmats lánasafna, eftir að almenningur hefur verið gabbaður til að viðurkenna að lán, sem bankinn eignaðist með allt að 50% afslætti, sé meira virði en bækur bankans segja.  Vaxtamunur getur ekki skýrt allan hagnaðinn sem bókfærður hefur verið frá stofnun nýju bankanna.


mbl.is 110% leið nær ekki markmiðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

110% leið þýðir að skuldari samþykkir bullið í bönkunum. 99% leið eða lægri % væri viðurkenning bankanna á mannfjandsamlegri stefnu sinni. Og það gera þeir ekki, í bili.

Björn Björnsson (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband