#142. Ferðaskrifstofa en ekki flugfélag.

Skildi þessi staðfesting Baldurs, að ekki verði sótt um flugrekstrarleyfi á næstu 12 mánuðum, verða til þess að fjölmiðlar hætta að kalla WOWair flugfélag?  Ég efast um það.  WOWair er, eins og Iceland Express, ekki flugfélag heldur ferðaskrifstofa hvað sem síðar verður.

Það verður hins vegar fróðlegt að sjá til hvaða staða þeir ætla að fljúga.  Ekki þarf að koma á óvart ef leiðanetið tengist áfangastöðum lágfargjaldaflugfélaga í Evrópu.  Það verður góð viðbót við möguleika landans til að ferðast.


mbl.is Wow flýgur á nýja áfangastaði frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vona að Vín verði einn af þeim. Þarf stundum að fara þangað og þarf þá að fara gegnum aðra flugvelli. Það væri kærkomin tilbreyting að geta flogið beint til Vínar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2011 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband