#148. Þetta snýst ekki um glæp heldur siðferði, Gunnar.

Titringur fer um forstjóra Fjármálaeftirlitsins nú þegar sannast hefur á hann að hann undirritaði stjórnarfundargerðir, lánasamninga og viðauka við samninga vegna aflandsfélaga, sem bent hefur verið á að hann hafi setið í stjórn fyrir sem "óvirkur" stjórnandi. Nokkuð sem hann hefur ekki kosið fyrr að leiðrétta þrátt fyrir ítrekaðan fréttaflutning um málið í sumar. Gunnar sakar fjölmiðla nú um mannorðsmorð.

Það er skýlaus krafa almennings til að mögulegt sé að bera virðingu fyrir stofnunum samfélagsins að þar séu við stjórn heiðarlegir og sannsöglir einstaklingar. Lygi og undirlægjuháttur á ekki heima þar. Sést það best á virðingu almennings fyrir Alþingi.

Gunnar hafði tækifæri til að koma í Kastljós og tjá sig um þetta mál. Hann kaus að gera það ekki frekar en fram til þessa.

Gunnar bendir á að enginn glæpur hafi verið framinn. Þurfti þess? Gunnar átti þátt í að beina starfsemi Landsbankans til aflandsfélaga til að losna við afleiðingar íþyngjandi reglugerðarbálka á Íslandi. Þetta snýst um siðferði og hugarfar, ekki glæp.

Þessi maður stýrir nú Fjármálaeftirlitinu.


mbl.is „Óheft mannorðsmorð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Siggi G. er það sleasy að ef hann heldur einhverju fram, þá má nánast bóka það að annarlegir hagsmunir búa að baki.

Maðurinn er sleasebag a la grande!

Guðmundur Pétursson, 18.11.2011 kl. 20:20

2 identicon

Það var ríkisbankinn Landsbankinn sem stofnaði þessi félög, og bankastjórn og bankastjórar hafa ákveðið það, og fært verkið á þennan starfsmann,þetta er nú ekki eins og hann hafi ákveðið þetta sjálfur,síðan höndla þessi félög með afleiður, og hlutabréf,sé ekki hið saknæma í þessu máli, hallast helst að því að kastljós hafi hlaupið á sig í þessu máli.

Haldór Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 21:51

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Við þurfum mann við stjórnvölinn í Fjármálaeftirlitinu sem hafinn er yfir allan vafa og sýnir hugarfar sem ber vott um að siðferðisvitund hans sé nálægt því sem almennt telst ásættanleg. Á þessum tímapunkti get ég ekki séð að Gunnar uppfylli þessi skilyrði.

Erlingur Alfreð Jónsson, 19.11.2011 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband