#150. Fjármagnspúkinn á fjósbitanum fitnar.

Þessi innheimta kolefnisgjalds finnst Steingrími allt í lagi þó fjölda starfa sé stefnt í hættu. 

Viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir, ETS, er að mínu mati enn eitt plot lobbyista fjármagnseigenda til að hafa fé af almenningi og græða á framvirkum samningum.  Kerfið mun virka hamlandi á hagvöxt og aukna framleiðslu í Evrópu, en einnig skekkja samkeppnisstöðu evrópskra fyrirtækja á alþjóðamarkaði.

Viðskiptakerfið gengur í stuttu máli út á það að stórir losendur kolefnis geta keypt sér aukalosunarheimildir vilji þeir auka losun kolefnis vegna stækkunar fyrirtækis og aukinnar framleiðslugetu.  Hægt verður að 1) færa kvóta á milli fyritækja í sömu samstæðu og yfir landamæri, 2) kaupa kvóta í gegnum miðlara eða 3) kaupa kvóta á miðlægum markaði með losunarheimildir.  Gangi þetta ekki geta þeir ekki stækkað fyrirtæki sín.  Það er bara tímaspursmál hvenær veruleg viðskipti verða með losunarheimildir á fjármagnsmarkaði og þar munu vogunarsjóðir koma að með spákaupmennskubrjálæði sínu með gerð framvirkra samninga, alveg eins og með hverja aðra hrávöru eða gjaldmiðla.  Við það mun verð þeirra fara upp og kostnaðurinn enda á neytendum.

Flugsamgöngur fara ekki varhluta af þessu kerfi og þurfa íslensku flugfélögin að greiða hundruðir milljóna vegna þessa kerfis, sem er kostnaður sem eingöngu fæst til baka með hækkun farmiða til almennings.  Þá er gríðarlega andstaða við upptöku þessa kerfis meðal evrópskra flugfélaga en einnig á meðal flugrekenda utan Evrópusambandsins sem fljúga til Evrópu.   Þeir þurfa að uppfylla sömu kröfur og þeir evrópsku vegna flugleiða til Evrópu.  Kína, Rússland, Indland, Japan og Brasilía, svo dæmi séu tekin, hafa öll tekið höndum saman og mótmælt þessari einhliða ákvörðun Evrópusambandsins og óskað eftir aðkomu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar til að meta hvort verið sé að brjóta gegn alþjóðasamningum og sáttmálum.

Bandaríska fullltrúaþingið hefur hreinlega bannað bandarískum flugfélögum að hlýða tilskipuninni.  Þó skal bent á að slíkt bann hefur ekkert gildi nema það sé staðfest af öldungadeildinni og forsetanum.

En hver borgar á endanum fyrir þessa losunarkvóta?  Jú mikið rétt, almenningur borgar enn og aftur brúsann í hærra verði á vörum og þjónustu. 

Og við hér á Íslandi, í gullkörfu verðtryggingar munum þurfa horfa á lánin okkar hækka vegna útblásturs koltvísýrings.

Það er alveg makalaust hversu auðvaldssinnuð vinstri hreyfingarnar eru hér á landi.  Allt er gert til að hjálpa fjármálafyrirtækjum og bröskurum að dafna og hagnast.

Það ánægjulega er að mjög líklega mun SJS aldrei setjast í ráðherrastól framar eftir frammistöðuna á þessu kjörtímabili.


mbl.is Milljarðar í kolefnisgjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband