#165. Endurreikningur á bílalánum er óþarfur.

Það er út af fyrir sig jákvætt að umboðsmanni skuldara sé gert að setja upp reiknivél vegna gengistryggðra lána. En sum þessara lána þarf ekki að endurreikna, t.d. marga bílalánasamninga, vegna þess að við gerð slíkra samninga var kynntur heildarlántökukostnaður sem takmarkar heimildir lánveitanda til innheimtu.
mbl.is Reiknivél sett upp hjá umboðsmanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hárrétt.

Þetta er reyndar það sem málssóknin gegn verðtryggingu byggist á.

Vinnist hún gildir það fordæmi um alla samninga þar sem ekki var staðið rétt að upplýsingagjöf um lántökukostnað.

Þar með talið bílasamninga og yfirdráttarheimildir.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.2.2013 kl. 20:01

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ég vona svo sannarlega að HH vinni verðtryggingarmálið. Ég verð þó að viðurkenna að ég er hæfilega bjartsýnn á að það gangi eftir á forsendum slælegrar upplýsingagjafar á heildarlántökukostnaði vegna heimilda í neytendalánalögum um breytilegan lántökukostnað, sem og vaxtalögum um verðtryggingu lánsfjár miðað við vísitölu neysluverðs. En þó er aldrei að vita.

Erlingur Alfreð Jónsson, 4.2.2013 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband