#179. Píkuprósar og píkupistlar

Fólk er dregið í dilka af ýmsum ástæðum. Sumir af því þeir eru dilkadragara ekki að skapi út af skoðunum sínum og athöfnum en aðrir af því þeir eru álitnir eitthvað öðruvísi eða óæðri t.d. vegna kyns eða kynþáttar. Karlar eru oft dregnir í dilka af konum sem finnst á kynsystur sínar hallað.

male-and-female-relationship-sign[1]Viðbrögð konu einnar við nýjasta hefti Herðubreiðar er dæmi um slíkan dilkadrátt. Í frétt á Vísi.is er haft eftir konunni að heftið sé hrútasamkoma og spyr hún "hrútana" hvernig þeir geti tekið þátt í slíkri samkomu. Hún bendir á, líklega réttilega, að heftið sé fullt af greinum, prósum, eftirmælum og ritdómum, og aðeins 1 pistillinn, ritdómur, sé eftir konu. Af orðum hennar merki ég að ekki hafi verið haft fyrir því að fá konur til að skrifa merkilegri texta en ritdóm einn.

Nú hef ég aldrei lesið Herðubreið, hef ekki aðgang að blaðinu og sækist ekki eftir honum og veit ekki hvort þetta sé venjubundin kynjaskipting við skriftir í Herðubreið. Og mér er satt að segja slétt sama. Mér er líka slétt sama hvað þessir 10 karlar hafa skrifað í Herðubreið. Ég styð ekki Samfylkinguna. En ég er orðinn hundþreyttur á "jafnréttishjali" þeirra kvenna sem telja að konur eigi að hafa meiri rétt en karlar af því þær séu konur. Það er ekki jafnrétti. Það er merki um minnimáttarkennd kvennanna og mati þeirra að konur geti ekki komist áfram á eigin verðleikum. Fyrir mér standa konur og karlar jöfn, og eiga að hafa sama rétt til orða og athafna eins og þeim lystir til. Ekki á að þrýsta á eða þvinga konur til að gera eitthvað sem þær langar ekki til að gera bara af því að örfáum aðilum þykir þörf á að uppfylla einhvern kynjakvóta. Ef konur hafa áhuga á að birta pistla og prósa í Herðubreið held ég að þær geri það bara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Alveg sammála. Þetta viðhorf femínista að líta á það sem fötlun að vera kvenkyns er óskiljanlegt.

Ég hef einu sinni kíkt í Herðubreið. Hélt það væri náttúrufræðirit út af nafninu, en um leið og ég byrjaði að lesa fékk ég svona "wtf-sjokk". Ég hef ekki séð þetta tímarit neins staðar síðan, enda held ég að upplagið sé mjög lítið og einskorðast við þann litla sértrúarhóp sem eru félagar í Samfylkingunni.

Austmann,félagasamtök, 19.7.2013 kl. 11:49

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ef konum væri ítrekað meinað að skrifa, eða hafnað sem pistlahöfundum í Herðubreið mundi ég skilja svona viðhorf að ákveðnu marki. En þessi upphafning píkuhafa til þess eins að uppfylla kvóta finnst mér komin of langt. Og ég veit um konur sem eru sama sinnis. Það er sennilega stutt í annan Kvennalista, sem hafnaði körlum á sinn framboðslista. Þannig var nú jafnréttið á þeim bænum.

Erlingur Alfreð Jónsson, 19.7.2013 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband