#184. Sorglega illa unnin frétt.

"David Underwood, sem býr í bænum Fort Worth í Texas í Bandaríkjunum, brá heldur betur í brún þegar hann kom heim til sín um miðjan júlí að lokinni helgarferð. Þegar hann ók upp að innkeyrslunni að heimili sínu sá hann að húsið hans var horfið!"

Ef fréttamaður hefði lesið upphaflegu fréttina sem hér er fjallað um kemur strax í ljós að enginn bjó í húsinu sem um er rætt, og húsið var ekki heimili þess sem rætt er við frétt FoxNews. Húsið hafði hins vegar verið í eigu fjölskyldu hans um árabil og til stóð að lagfæra það, svo Underwood og kona hans gætu flutt inn seinna.

Hér hefði auðveldlega mátt gera betur.


mbl.is Rifu rangt hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Einmitt, ég tók eftir þessu þegar ég fór inn í upprunalegu greinina. Varð að lesa aftur til að sjá hvað þetta var í raun illa unnið / framsett yfir á íslensku.

Már Elíson, 5.8.2013 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband