#189. Smáýsa eða smá af ýsu?

Þetta er laukrétt sem lögmaðurinn bendir á, réttara væri fyrir ESB að einbeita sér eigin fiskveiðistjórnun. 

Ég keypti mér 500 gr. af ýsuflökum með roði í stórmarkaði í Dublin núna um daginn. Þar var líka hægt að kaupa makríl. Ýsuflökin voru svo smá að til að ná þessum 500 gr. þurfti 3 flök. Ef ég man rétt vigtuðu þessi 3 flök nákvæmlega 532 gr. Ég bað afgreiðslumanninn að roðfletta ýsuna, sem hann gerði eftir að hann vigtaði og verðlagði. Smáýsa eða smá af ýsu?Verðið var 7,97 evrur, sem útleggst á gengi dagsins í dag 1.262 kr. Það gera 2.372 kr/kg. Þegar heim kom tók ég mynd á símann minn af flökunum sem ég birti hér til hliðar. Ég setti til gamans venjulegan spilastokk á myndina til að sýna stærðarhlutföll. Smella má á myndina til að sjá hana stærri.


mbl.is Vill að ESB horfi í eigin barm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband