#198. Óforsvaranlegt

Virðing ríkisstjórnar fyrir mannréttindum er engin þegar forsvaranlegt er talið að setja lög á vinnudeilur í einkageiranum. Það væri fróðlegt að sjá hver viðbrögð stjórnvalda yrðu ef flugmenn Icelandair, allir sem einn, taka sig saman og hundsa lagasetninguna. Hver yrði refsingin?

Svo má ekki gleyma því að flugfreyjur eru líka búnar að boða verkfall. Þeirra aðgerðir verða væntanlega slegnar af áður en þær byrja. 

Almannahagsmunir geta ekki verið rök fyrir lagasetningunni því hægt er að ferðast frá landinu með öðrum flugfélögum. Ef rökin eru að tryggja þurfi nægjanlegt framboð flugsæta til og frá landinu vegna almannahagsmuna má alveg eins nota þau rök fyrir því að WOWair fái úthlutað þeim afgreiðslutímum sem félagið óskar til að auka við sætaframboð til Bandaríkjanna.

Ég bíð spenntur að sjá rökstuðning ríkisstjórnarinnar og hvort sá rökstuðningur muni nýtast WOWair í áfrýjunarmáli þeirra vegna afgreiðslutíma í Keflavík

 


mbl.is Lög verða sett á flugmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband