#207. Friðargæslulið á slysstað.

Öllum er ljóst hversu mikilvægt það er að rannsakendur fái aðgang að slysstað til að rannsaka tildrög flugslysa. Heft aðgengi bendir til að verið sé að hylma yfir hvað raunverulega gerðist. Fréttamönnum hafa verið rétt skilríki, veski og aðrir persónulegir munir farþeganna, því enginn virðist vita hvað geri eigi við þá, og hvernig eigi að halda utan um slysstaðinn. Á svæðinu virðist því ríkja lítil stjórn.

Búið er að flytja líkamsleifar sumra fórnarlamba um borð í lestarvagna, en samkvæmt fréttum BBC eru þeir ekki kældir, og ennfremur eru þeir enn á slysstað en ekki á leið með líkamsleifarnar í kæligeymslur, og lítil merki um að það sé að breytast. Nú, 4 dögum eftir að vélin fór niður, töldu fréttamenn BBC alla vega 27 lík sem ekki höfðu verið sótt í flakið og flutt um borð í vagnana. Það verður líklega meiri háttar mál að bera kennsl á líkin og koma þeim til ættingja til greftrunar.

Um leið og eftirlitsmönnum ÖSE var vísað af slysstað hefði líklega átti að senda inn friðargæsluliða SÞ til að tryggja vettvang. En þar sem slíkt þarf að fara fyrir öryggisráð SÞ eru sennilega litlar líkur á að það hefði gengið eftir með Rússa í ráðinu og neitunarvald þeirra.


mbl.is Reyna að bera kennsl á líkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband