#208. Vantar nákvæmari lýsingu á lokunum.

Það er svolítið merkilegt hversu orðalag er almennt í tilkynningu Almannavarna um lokunina. Lokun svæðisins er ekki lýst nákvæmlega né er hún sýnd á korti. Samt er sagt að búið sé að loka leiðum inn á svæði.

Ef staðan er skoðuð á vef Vegagerðarinnar sést að hægt er að aka alla leiðina að Kverkfjöllum inn undir Vatnajökull norðanverðan, og leiðin sögð greiðfær fjórhjóladrifnum bílum. Eru þetta sömu upplýsingar og Almannavarnir gefa út?

 lokun_1244374.png

Mjög auðvelt væri að tilgreina hvar lokun gildir, fyrir hvaða leiðir og tilgreina veganúmer þeirra leiða sem við á svo hægt væri að átta sig á hvar lokunin gildir.

Mikið væri gott ef hægt væri að ganga úr skugga um að þessum tveimur stofnunum beri saman um opnanir vega. 


mbl.is Rýma hálendið norðan Dyngjujökuls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Nú klukkan 22:40 hefur Vegagerðin uppfært kortið á vefnum hjá sér og lokanir koma skilmerkilega fram.

Erlingur Alfreð Jónsson, 19.8.2014 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband