#230. Eigum við þá ekki að sleppa jólafríum líka?

Það er algjörlega út í hött, að formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar tali með þessum hætti þegar þáttaka í samkomunni er valkvæð.

Og hvers vegna eiga skólar að hundsa stærstu fjölskylduhátíð samfélagsins þó rætur hennar liggi í kristni? Áróður gegn gömlum og grónum íslenskum siðum og gildum er komin út á tún þegar talað er með þessum hætti. Jólin eru kristin hátíð, en þó fara skólar í jólafrí. Er það eitthvað öðruvísi en svona samverustund? Er það ekki bara alveg ótækt líka? Á ekki bara að hafa mætingu í skóla yfir jólahátíðina valkvæða svo nemendur og foreldrar séu ekki neyddir af skólayfirvöldum til að fara í jólafrí?

Ég vonast til að Langholtsskóli taka saman tölfræði um hversu mikill fjöldi nemenda, þ.m.t. eftir ákvörðunum foreldra þeirra, kýs að fara ekki til kirkju, og að mbl.is birti frétt ekki seinna enn á föstudeginum 19.des um niðurstöður samantektarinnar. Þar með kæmi það fram svart á hvítu hve mikið hlutfall ákveður að taka þátt í þessari jólaskemmtun.

 

 


mbl.is Líf gagnrýnir heimsókn í kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Manneskjan er einfaldlega kjáni með eftirtektarþörf, sem skilur ekki tilgang lífsinns.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 20:28

2 Smámynd: Hvumpinn

Hvað er Reykjavíkurborg að gera með "mannréttindaráð"?  Og hver setti þessa kommageit þar í forsvar?

Hvumpinn, 10.12.2014 kl. 23:11

3 identicon

Eitthvað myndi nú heyrast í þessum vinstri/samfó bullum ef bornin þeirra fengju ekki jólafrí vegna þessa að það má ekki samkvæmt þeirra kenningarvitleysu að halda í gamla og góða siði sem gera engvum slæmt heldur eru bara mannbætandi ef eitthvað er. Þetta "mannréttindaráð" er eitt sýnishornið í allri vitleysunni hjá þessu fólki. Því líður ekki vel nema það sé algjort "Anarchy".

Svo sammála þér Erlingur.

M.b.kv.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 00:01

4 identicon

Ef þessir frídagar væru ekki bundnir í kjarasamninga og lög væri ekkert mál að fara eftir þínum hugmyndum. Þá mætti einnig sleppa fríi sumardaginn fyrsta, fyrsta maí og 17 júní. Dagar sem fólk tekur mis hátíðlega og haldnir eru án þess að fólk sé þvingað í skrúðgöngur. 

Rætur jólanna liggja ekki í kristni. Jólin voru hátíð áður en kristni varð til, og orðið "jól" er eldra en kristni. Fleiri trúarbrögð hafa hátíð á þessum tíma í desember og kristnir halda ekki allir jól á sama tíma. Ekkert finnst um jólin í biblíunni, hvorki nýja né gamla testamentinu.

Þó eitthvað sé gamall siður þá réttlætir það ekki það að þröngva honum upp á fólk. Ekki krefjumst við þess að allir mæti til sunnudagsmessu minnst einu sinni í mánuði þó það hafi verið til siðs hér áður fyrr.

Tillitsleysi, frekja og dónaskapur kristinna hefur náð nýjum hæðum. Og sorglegt hve blindir margir þeirra eru fyrir því.

Ufsi (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 12:39

5 Smámynd: Einar Karl

Þetta er ekki "gamall og góður siður" að teyma skólabörn í kirkju á aðventunni. Í mesta lagi ca. 20 ára gamall.

Einar Karl, 11.12.2014 kl. 13:39

6 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ufsi: Ég veit ekki til þess að dagarnir fram að aðfangadag, á milli jóla og nýárs, og fyrstu dagar ársins þar til kennsla hefst séu skilgreindir í kjarasamningum kennara eða í lögum (gluggaði í kjarasamning grunnskólakennara sem er að finna á vef KÍ). Hinir dagarnir eru lögbundnir frídagar sem og þeir dagar sem þú nefnir og þar með ber að sjálfsögðu að gefa frí á þeim.

Svo er ekki verið að þröngva neinu upp á fólk með að ganga til kirkju. Sástu ekki að það að fara í kirkjuna er valkvætt og foreldrar beðnir um að láta vita ef börn eiga ekki að fara þangað?

Trúarbrögð eru einn stærsti áhrifavaldur í gegnum söguna. Um 75% þjóðarinnar telst til Þjóðkirkjunnar og ég sé ekkert að því að skólar hafi samstarf með kirkjunni.

"Tillitsleysi, frekja og dónaskapur kristinna hefur náð nýjum hæðum."

Ekki geturðu verið að vísa til þess að ganga með börn úr skóla til kirkju sé tillitsleysi, frekja og dónaskapur því að, enn og aftur, það er valkvætt. Ekki skylda! Um hvað ertu að tala hér!

PS: Vil þó taka fram að ég er ekki kirkjurækinn né sérstaklega trúaður, en mér finnst þessi umræða lýsa meira þeim sem hefja hana heldur en hinum sem taka þátt í dagskrá.

Erlingur Alfreð Jónsson, 11.12.2014 kl. 17:33

7 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Einar Karl: Ég var ekkert að vísa til þess að skólabörn hefðu farið til kirkju lengi. Það er hins vegar gamall og gróinn siður að halda jól og fæðingu Jesú Krists á þessum árstíma, hvort sem um er að ræða skóla eða heimili. Þeir sem vilja ekki taka þátt gera það ekki, eins og boðið er upp á í Langholtsskóla. Þess vegna hvet ég til þess að birt verði samantekt hversu margir taka ekki þátt í þessari dagskrá.

Erlingur Alfreð Jónsson, 11.12.2014 kl. 17:38

8 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

...minnast fæðingu Jesú.....

Erlingur Alfreð Jónsson, 11.12.2014 kl. 17:40

9 identicon

Er þessi stærsta fjölskylduhátíð haldin í kirkjum? Þá sé ég ekki hvers vegna þarf að fara með börn í kirkju á skólatíma til þess að kynnast kirkjusiðum eða jólaboðskapnum betur, þau halda jólin í kirkjunni með foreldrum sínum. Röksemdin um fríin er bara barnaleg, jólin voru hátíð áður en Íslendingar tóku kristni, páskar eru hátíðartími um víða veröld. Það er búið að festa ákveðna frídaga og fjölda vinnudaga/stunda í kjarasamninga. Það fer ekki eftir trúariðkun eða hvaða trúar þú segist vera.

Eydís Hörn (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 22:03

10 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Það er valkvætt að taka þátt í þessari samkomu í kirkjunni. Það er enginn neyddur til að fara. En að það eigi ekki, eða megi ekki gera þetta á skólatíma get ég ekki séð að sé neitt vandamál. Þeir sem ekki vilja fara, þurfa ekki að fara. Hvað er málið? Eru ekki líka mannréttindi að fá að velja að fara og taka þátt í því starfi sem skólinn býður upp á, þó gengið sé til kirkju?

Og hvað með heimsóknir á "aðra" vinnustaði eða söfn á skólatíma? Má það eitthvað frekar? Á ekki að taka fyrir það líka? Eða gera valkvætt? Er t.d. í lagi að fara með börn í Hörpu að hlusta á Sinfóníuhljómsveitina? Eða ættu foreldrar að samþykkja það eða leyfa? Hvað með þá sem þola ekki klassíska músík? Eigum við ekki bara að halda börnunum innan skólalóðarinnar á skólatíma, alltaf? Hvar endar þetta rugl? Á hvað vegferð erum við? 

Hvað sem sögu jólanna sem sólstöðuhátíðar líður, og hvað svo sem Íslendingar gerðu á jólum fyrir árið 1000, tel ég að meginþorri þjóðarinnar tengi jólin við trú, trúariðkun og Jesú Krist nú til dags, jafnt trúaðir sem og aðrir. Sama gildir um páska, sem eru til að minnast krossfestingar og upprisu Jesú og væru ekki til annars í sömu mynd, að því ég best veit. Reyndar mætti nefna Hvítasunnu hér líka sem þriðju trúarhátíðina.

Varðandi frídaga í kringum jól, þá eru þeir ekki festir kjarasamningi grunnskólakennara að því ég gæti séð í athugun eins og ég lýsti að ofan. Hvers vegna er þá ekki bara kennt alla venjulega vinnudaga? Er ekkert að mælast til að það verði tekið upp, heldur velti þessu bara fram.

Erlingur Alfreð Jónsson, 11.12.2014 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband