#251. Kolólöglegt!

Sérstök gjaldtaka á almenning sem hyggst ganga um svæði Árbæjarsafns með þrífót til að taka ljósmyndir er kolólögleg og gróft brot á jafnræðisreglu. Þar að auki er upphæðin sem nefnd er í fréttinni, 20 þús kr., í engu samræmi við verðlagningu fyrir almennan aðgang að safninu.

Á vef Borgarsögusafns Reykjavíkur er tilgreint að gjald fyrir ljósmyndatöku sé 20 þús. kr., og 7.200 kr. eftir fyrsta klukkutímann. Þetta gjald er þó auglýst undir liðnum Húsaleiga og getur því ekki átt við rölt um safnasvæðið, hvort heldur sem er innanhúss eða utan.


mbl.is Krafinn um gjald með þrífótinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála!

Skil ekki hvernig 20 þús kr gjald á að hafa áhrif á hvort aðri gestir verði fyrir truflun.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 28.6.2015 kl. 15:15

2 identicon

Borgunin sjálf, 20.000kr hefur engin áhrif á það hvort gestirnir verði fyrir truflun eða ekki. Hinsvegar það eitt að hafa leyfisgjaldið til staðar gerir það að verkum að nú heyrir það svo gott sem sögunni til að þú gætir lent á degi þar sem þessi aðbúnaður er brúkaður inni á safninu innan venjulegs opnunartíma og er því bara gott.

BK (IP-tala skráð) 28.6.2015 kl. 18:12

3 identicon

Ég má til með að benda á að þessi ágæti ljósmyndari hefði gjarnan mátt hringja á undan sér og boða komu sína, fá leyfi fyrir því að koma með hópinn eins og almennt gildir um aðra hópa sem koma, kanna rétt sinn á opnunartíma safnsins í stað þess að vaða upp um allt með hroka og yfirgang. Hefði hann gert það, hefði verið tekið vel á móti honum. Gjaldtakan kemur m.a. einnig til af því að myndir af safninu hafa verið notaðar í auglýsingaskyni án samráðs við safnið.

Kristín (IP-tala skráð) 28.6.2015 kl. 21:43

4 identicon

Ég held að enginn ljósmyndari myndi æða inn á Þjóðminjasafnið til að taka myndir án þess að tala við nokkurn mann, fá leyfi fyrir því fyrst, eða jafnvel borga ljósmyndagjald eða aðgang að safninu. Þó að Árbæjarsafn sé ekki undir einu þaki eins og mörg önnur söfn þá jafngildir safnsvæðið þaki annarra safna. Húsin á safninu eru safngripir. Árbæjarsafn á miklu meira sameiginlegt með söfnum eins og Þjóðminjasafni en útisvæðum eins og Elliðárdalnum þar sem fólk farið og tekið myndir óhindrað. Ég held að ljósmyndagjald geti flokkast sem "húsaleiga" þó við séum ekki beint undir þaki, rétt eins og maður myndi "leigja" aðgang að Þjóðminjasafni til að taka myndir (sem ég er ekki viss um að neinn geri). Ég er bara að benda á að fólk lítur gjarnan á Árbæjarsafn sem leiksvæði og þar megi gera hvað sem er því það er ekki undir einu þaki. Þetta er safn og reynslan sýnir að það þarf að fylgjast með og stýra myndatökum.

Leiðsögumenn tóku á þessu máli af miklum liðlegheitum og óskuðu eftir því að gestir safnsins (ljósmyndararnir) greiddu aðgang að safninu eins og aðrir gestir, losuðu sig við þrífætur samkvæmt reglum, en leyfðu þeim að sleppa við ljósmyndagjaldið. Ljósmyndarinn hefði átt að vera búinn að semja um annað fyrirfram.

Kristín (IP-tala skráð) 28.6.2015 kl. 22:46

5 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Kristín, miðað við þær upplýsingar sem koma fram í fréttinni er heimilt að taka myndir í safninu þegar greitt er almennt gjald, bara ekki með þrífæti. Það er ekki hægt að setja almenningi slíkar skorður með geðþóttaákvörðunum. Við slíka ákvarðanatöku verður að gæta jafnræðis og meðalhófsreglu laga. Þegar leyft er að taka myndir án þrífóts en bannað með þrífæti er það ekki jafnræði.

Heimsóknir hópa í safnið eru ekki bannaðar svo ég viti, og því er ekki hægt að setja slíkum heimsóknum skorður á hefðbundnum opnunartíma safnsins. Því þarf ekkert að hringja neitt á undan sér til að láta safnið vita af komu hópa, sérstaklega ekki ef ekki er óskað leiðsagnar starfsmanna. Ef viðhorf stjórnenda safnsins er svo að hópar þurfi að hringja á undan sér áður en þeir skoða safnið ættu þeir að finna sér annan starfsvettvang. Fyrir slíkum skorðum er engin lagastoð.

Þar að auki get ég ekki séð að Árbæjarsafn geti sett skorður við notkun mynda sem þar eru teknar eru á safnasvæðinu. Svæðið er í almannaeigu og opinber vettvangur en ekki einkaleiksvæði starfsmanna Árbæjarsafns.

Einnig er ekki hægt að segja að hægt sé að líta á ljósmyndagjald sem húsaleigu þótt safnið sé ekki undir einu þaki. Ef þú leigir eitthvað hefurðu einkaaðgang að því svæði fyrir tímabilið sem þú leigir það. Sé ekki fyrir mér að ég geti leigt Árbæjarsafn í heild sinni í klukkutíma fyrir 20 þús.

Erlingur Alfreð Jónsson, 28.6.2015 kl. 23:35

6 identicon

Það er leyfilegt að taka myndir til einkanota. Hér er verið að reyna að gera greinarmun á almennum gestum og atvinnumönnum. Ég er ekki viss um að ljósmyndanámskeið falli undir myndatöku til einkanota hvort sem það er með þrífæti eða ekki. Þetta er allt á gráu svæði og erfitt viðureignar.

Hópar eru að sjálfsögðu velkomnir þó þeir geri ekki boð á undan sér. Það sem ég meinti er að ef þú ert að koma með hóp í ákveðnum tilgangi, þó það sé ekki leiðsögn, þá er eðlileg kurteisi að vera búinn að semja um það áður og kemur í veg fyrir leiðinlegan misskilning. Það eru að sjálfsögðu engar reglur sem segja að það eigi að láta vita en það hefði verið afar vel þegið. Það er sjaldgæft að svona hópar birtist án þess að vera búnir að láta vita af sér og hvað er fyrirhugað að gera.

Fyrst að Árbæjarsafn er í almannaeigu hlýt ég að mega prófa þessa gömlu ritvél sem er í einu húsinu. Æ úbs, hún bilaði.

Ég tala ekki fyrir hönd stjórnenda og mun ekki svara þessu aftur en það er ærin ástæða fyrir þessum reglum og gjöldum.

Kristín (IP-tala skráð) 29.6.2015 kl. 08:54

7 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Nemendur á ljósmyndanámskeiði sem taka sjálfir myndir eru að taka myndir til á eigin forsendum og til einkanota. Hins vegar er ekkert sem bannar þeim að selja þær myndir ef einhver vill kaupa afraksturinn.

Má nota ritvél á safninu? Kristín þú hlýtur að hafa skynsemi til að gera greinarmun á því hvort tekin er mynd af hlutum á safninu, eða húsum á lóð þess, hvort sem er í einka-eða atvinnuskyni, eða nota þá.

Allar reglur sem opinberir aðilar setja almenningi verða að hafa lagastoð og gjöld sem innheimt eru verða að endurspegla kostnað sem á bak við gjaldi liggur. Þessi framkoma starfsmanns safnsins, eins og henni er lýst í umræddri frétt, er yfirgangur og ekkert annað.

Erlingur Alfreð Jónsson, 29.6.2015 kl. 19:00

8 identicon

Eins og dæmin sanna eru reglur um þrífætur ekki úr lausu lofti gripnar og eiga sér fordæmi víða úti í hinum stóra heimi:

http://www.britishmuseum.org/about_us/services/photography.aspx

http://www.vam.ac.uk/content/articles/p/photography-in-the-galleries/ 

 

http://www.rmg.co.uk/about/policies/photography/photography-policy

 

http://www.metmuseum.org/visit/plan-your-visit/visitor-tips-and-policies

 

http://www.rafmuseum.org.uk/cosford/venue-hire/filming-and-photography/filming-photography-policy.aspx

 

Víða er jafnvel bannað að taka myndir á þrífæti á almenningsstöðum eins og lestastöðvum. Alls staðar er hægt að finna reglur á söfnum um myndatökur í gróðraskyni svo ég held að það sé ekki rétt ályktað að ljósmydarar geti leyft sér að selja myndir af hverju sem er án leyfa eða jafnvel leyfisgjalda í sumum tilfellum. Í umræddu tilfelli mætti einnig líta svo á að verið sé að greiða fyrir aðstöðu og afnot af safninu auk þess sem þetta er ákveðið stjórntæki á ágang.

 

Æskilegt er að menn umgangist stofnanir og starfsemi þeirra af vinsemd og virðingu, hvort sem um myndatökur eða umgengni gripa er að ræða.

 

Ummæli þín um umræddan starfsmann eiga ekki við rök að styðjast. Starfsmaðurinn ræddi við ljósmyndara af yfirvegun, kynnti fyrir honum reglurnar, bauð honum málamiðlun og sinnti starfi sínu af góðu innsæi og fagmennsku í framkomu.

 

Ég biðst innilegrar afsökunar á því hve ég læt málið mig varða en þetta verður varla þaulrætt á þessum vettvangi.

Kristín (IP-tala skráð) 29.6.2015 kl. 20:40

9 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þú þarft ekekrt að afsaka þinn málflutning því skoðanir þínar eru velkomnar. En mér þætti vænna um að sjá tilvísun í íslensk lög og reglugerðir sem heimila innheimtu sérstaks ljósmyndagjalds sem ekki tengist húsaleigu, frekar en hlekki á vefsíður erlendra safna. Þó áttu síðurnar allar sameiginlegt að skorður eru settar, mismunandi þó, við ljósmyndun innandyra, ekki utandyra. Og í sumu tilfellum var ekki um bannað ræða heldur tilmæli. Og ekkert þessara safna virtist krefjast sérstaks ljósmyndagjalds, eins og reynt er að gera í Árbæjarsafni.

Enn betra væri ef stjórn Árbæjarsafns sendi frá sér yfirlýsingu um innheimtuna eða uppfærði upplýsingar á vef safnsins um ljósmyndun á safnasvæðinu og heimildir til að setja skorður við henni.

Erlingur Alfreð Jónsson, 29.6.2015 kl. 22:13

10 identicon

Snýst þetta ekki um að takmarka aukin umsvif gesta á safninu? Á öllu safnsvæðinu er með öllu óheimilt að vera t.d. með Bolta, Bjúgverpil, Bakpoka, þrífót o.fl.. Munurinn er sá að hægt er að kaupa leyfisgjald fyrir atvinnumyndatöku inni á safnsvæðinu fyrir tilgreinda upphæð sem þá heimilar ekki bara þrífót, heldur líka t.d. fyrir kvikmyndatöku þyrfti jafnvel track, dolly, ljós, mótor og fleira. Mér finnst nákvæmlega ekkert einkennilegt við það að atvinnustarfsemi sé rukkuð fyrir að stunda sína atvinnustarfsemi inni á atvinnustarfsemi annarra sem er leigt út með leyfum. 

BK (IP-tala skráð) 30.6.2015 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband