#252. Þarf að varðveita?

Ég velti fyrir hvort það sé merkur fundur að eitthvað hafi verið grafið upp sem menn vissu vel að væri til staðar. Nefnt er að hafnargarðurinn hafi verið hluti af stærstu og merkilegustu framkvæmd sem landinn hafði ráðist í fram að þeim tíma, hafnargerðinni. En er það svo merkilegt að beri að varðveita og sýna þegar hið sama hefur verið hulið í 75 ár? Þarf að sýna allt gamalt og fornt eða er í lagi að fjarlægja það til að þjóna nútímahagsmunum? Garðurinn þessi hefur jú menningarsögulegt gildi sem hluti af Reykjavíkurhöfn. En Reykjavíkurhöfn hefur breyst og mun áfram breytast.

Hættir eitthvað gamalt einhvern tímann að vera merkilegt? Ætla menn næst að grafa upp steinbryggjuna bara til að sýna hana af því hún er svo merkileg?


mbl.is Hafnargarðurinn verði varðveittur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband