#259. Örfoka sandur viðkvæm náttúra?

"Tveir starfsmenn Landsvirkjunar urðu vitni að utanvegaakstri skammt frá Vatnsfellsvirkjun um klukkan níu í gærkvöldi. Var þá karlmaður búinn að keyra jeppabifreið út af veginum og lék sér að því að spóla henni í hringi í viðkvæmri náttúrunni."

Er ekki tilfinningasemin komin út í öfgar þegar örfoka sandur er orðin að viðkvæmri náttúru?

Persónulega sé ég ekkert að því að aka um sandbreiður og ógróið land, er er þó ekki að mæla svona leikaraskap einhverja bót sérstaklega. Akstur utanvega bjó til ansi margar, ef ekki allar ferðaleiðir á hálendi Íslands á einhverjum tímapunkti. Eða ætlum við að halda því fram að allir slóðar á hálendinu hafi verið skipulagðir á árum áður?

Og er tjónið af þessu spóli eitthvað meira en sjónrænt?


mbl.is Utanvegaakstur náðist á mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: aage

Þessir menn ættu kanski að líta aðeins innávið líka. Af nógu að taka hjá fyrirtækinu sem þeir vinna hjá .

Orkuver

Háspennulínur

Uppistöðulón

Væntanlegar vindmillur

Næg verkefni framundan fyrir þessa duglegu menn.

aage, 28.7.2015 kl. 15:17

2 identicon

Í forgrunni myndarinnar sést gróður. Ekki mikill gróður, en gróður samt sem áður. Hversu mikinn/lítinn gróður þarf til þess að land teljist örfoka? Ef grannt er skoðað má finna smágerðan gróður víðast hvar á hálendinu þó svo að sandur og grjót þekji megni þess.

Þarna myndi ég telja að gróðurinn ætti í svolítið erfitt uppdráttar, og má því að mínu mati vel rökstyðja að hann sé viðkvæmur.

Hafi menn áhuga á að þetta landsvæði sé þakið meiri gróðri en það er nú, er nokkuð ljóst að hringspól mun ekki hjálpa til við að ná því markmiði.

Hvað varðar slóðir á hálendinu þá er það rétt að þær urðu allar til upphaflega með utanvegaakstri. Nú er svo komið að hægt er að komast um allt hálendið á slóðum og því er eðlilegt að utanvegaakstur sé bannaður. Það má samt halda því til haga, að sá utanvegaakstur sem átti sér stað þegar frumkvöðlar fóru til fjalla á árum áður á ekkert skilt við fíflagang sem þennan. Það er mikill munur á ferðamennsku og fíflagangi.

Hvað varðar tjónið þá er það spurning hvers tjón þú ætlar að meta. Er það tjón landsins eða tjón þess sem á landið horfir. Hvort er rétthærra?

Öll för utanvega eru síðan líkleg til að verða að vatnsrásum sem margfalda þá tjónið og gera það óafturkræft.

Kristinn Magnússon (IP-tala skráð) 28.7.2015 kl. 16:49

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Um uppgræðslu landsins er svo mismunandi skoðanir. Sá nýlega myndir frá Mýrdalssandi frá lúpínubreiðum beggja vegna þjóðvegar. Ummæli við þá grein voru á báða vegu. Sumir formæltu uppgræðslunni því þeir vildu hafa svarta sanda á þeim stað, aðrir voru ánægðir því þetta minnkaði sandfok og tjón af völdum þess. Gos í Kötlu með tilfallandi jökulhlaupi mun eyða öllum þessum gróðri á nokkrum klukkutímum.

Eru vatnsrásir í sandi óafturkræft tjón? Kviknar ekki líf í kringum vatn? Verður þá landið fyrir tjóni? Kannski sums staðar en fjarri því alls staðar.

Bendi á að ég var ekki að verja þennan atgang sem þarna náðist á mynd. Set bara spurningarmerki hvort um tjón hafi verið að ræða og umræðu um allan utanvegaakstur.

Erlingur Alfreð Jónsson, 28.7.2015 kl. 18:00

4 identicon

 Þetta jafnar sig í næsta roki

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.7.2015 kl. 18:17

5 identicon

Náttúruspjöll eru ekki eingöngu unnin á uppgrónu landi. Öll náttúrá hlýtur að vera jafn rétt gagnvart ágangí. Eins og Bent hefur verið á hér að framan bjóða svona för heim hættunni á að vatnsöflun verði út af förunum. Þá er ekki verið að tala um stöðugt rennsli sem kæmi til með að vökva og græða gróður í framtíðinni heldur leysingarvatn sem að rennur endrum og sinnum. Einnig er ekki hægt að meðhöndla brot á banni við utanverðan akstri á mismunandi hátt út frá einhverju tilviljanakendu mati á aðstæðum.  Það myndi valda stórhættulegu fordæmi. 

Gunnar Runólfsson (IP-tala skráð) 28.7.2015 kl. 21:51

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Málið er einfalt. Ef það verður liðið að svona verði gert á öllum þeim þúsundum jeppa, sem eru á ferð um hálendi Íslands, verður allt hálendið útbíað í þessu. 

Víða í Ameríku er 130 þúsund króna sekt við því að henda frá sér einu karamellubréfi á víðavangi. 

Af hverju? Hvaða spjöll eru af einu karamellubréfi? 

Það er þakkarvert að í þessum bloggpistli sé viðrað hið gamla viðhorf Íslendinga að hver og einn megi gera nánast hvað sem er, af því að það sé svo lítið út af fyrir sig. 

Þetta viðhorf er löngu búið að kveða niður hjá siðuðum þjóðum. En virðist lifa góðu lífi hér. 

Ómar Ragnarsson, 28.7.2015 kl. 23:52

7 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Hvað með lendingar flugvéla utan merktra valla, Ómar? Hvort sem er á grónu sem ógrónu landi? Er það allt í lagi? Er það eitthvað öðruvísi en utanvegaakstur? (Með utanvegaakstri á ég við ferðalög en undanskil hringspól og leikaraskap.)

Og hvað með Sauðárflugvöll? Lá vegur þangað áður en hann var lagður? Eða voru engin spjöll unnin með gerð hans, bara af því þar fengust framkvæmdaleyfi fyrirfram frá réttum aðilum? En aðrir aðilar, sem þó líka fengu leyfi fyrirfram frá sömu aðilum, unnu spjöll með gerð Kárahnjúkavirkjunar? (Tek fram að ég er reyndar sammála því að þar hefðu menn getað fundið annan stað undirmiðlunarlón heldur en þau gljúfur sem þar voru látin hverfa. Og sé heldur ekkert að því að hafa Sauðárflugvöll þar sem hann er, og tek ofan fyrir Ómari fyrir að hafa lagt hann og haldið honum við. Sem og flestum hans verkum í landkynningu og umhverfisvernd.)

En á Sauðárflugvelli er gömul bíldrusla "flugstöð". Er það í lagi? Má hann grotna þar niður af því að Ómari datt í hug að setja hann þar af því hann vantaði skjól? Er þessi bíll síðra rusl en karamellubréfið, af því hann fýkur ekki svo auðveldlega í burtu? Er þetta litla Ómars minna en annað?

"Þetta viðhorf er löngu búið að kveða niður hjá siðuðum þjóðum. En virðist lifa góðu lífi hér."

Hættum svo að setja okkur sjálf á einhvern annan stall en aðrar þjóðir, hvort sem er hærri eða lægri. Við erum ekkert öðruvísi en aðrar þjóðir, hvorki betri eða verri, og hef ég þó kynnst fólki frá mörgum löndum. Útlönd eru fjarri því alltaf betri en Ísland, eins og við sjáum á umgengi ferðamanna, eða Ísland verra en útlönd.

Erlingur Alfreð Jónsson, 29.7.2015 kl. 05:28

8 identicon

Mér finnst þetta ágætlega orðað í ritstjórnargrein í Mogganum í morgun:

"... áminning um að umgangast ber náttúru landsins af virðingu svo að allir landsmenn geti notið hennar til langrar framtíðar."

Það eru örugglega til staðir fyrir svona leikaraskap, hvort sem er löglegir eða hvar ummerkin hverfa á næsta flóði, en þetta er alls ekki staðurinn til þess arna.

ls (IP-tala skráð) 29.7.2015 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband